Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 62
Oddur Oddsson á Heiði:
Fjallabaksleið
Fyrr á tímum sóttu Skaftfellingar, austan Mýrdalssands, mest
verzlun sína út á Eyrarbakka um langan og strangan veg. Mörg
þung straumvötn eru á þeirri leið sunnan jökla. Skaftfellingar fóru
því mjög mikið að fjallabaki, sem kallað var, upp Tunguheiðar og
vestur Rangárvallaafrétt (Laufaleitir). Þetta hefur verið mjög fjöl-
farin leið, eins og sjá má enn víða á Laufaleitum, þar sem eru
margir, samliggjandi götuslóðar.
Oft hafa þessar ferðir verið erfiðar vegna veðurs og færðar.
Reið það fjórum mönnum að fullu haustið 1868, svo sem alþekkt
er. Urðu þeir úti vestarlega á Mælifellssandi. Fundust bein þeirra
ekki, fyrr en að tíu árum liðnum, hafa vafalaust legið lengst af
undir sandi og jafnvel snjó.
Á Mælifellssandi geta veður orðið mjög vond og færð afleit
vetur og sumar, enda liggur sandurinn milli Mýrdalsjökuls og
Torfajökuls. Má þar kallast mjótt skarð milli jökla.
Vigfús heitinn Gunnarsson, bóndi á Flögu, sagði mér, að fyrsta
sinn, sem hann fór þessa leið, þrettán ára, nálægt viku af júlímán-
uði, hafi verið svo mikill snjókrapaelgur á sandinum, að þeir fóru
með lestina utan í Mýrdalsjökli, því þar var fastara undir. Þetta
hefur verið árið 1883.
Ég tel mestar líkur fyrir því, að menn þeir, er úti urðu á Mæli-
fellssandi hafi örmagnazt af þreytu af að kafa snjóinn á sandinum,
sérstaklega tveir þeirra, annar óharðnaður unglingur og hinn
óhraustur. Svo er líka sagt frá beinafundinum, að bein tveggja
manna lágu saman undir brekáni, er yfir þá hafði verið breitt.
Snjórinn og sandurinn höfðu varðveitt brekánið öll þessi ár og enn
60
Goðastemn