Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 64
Hin leiðin liggur frá Ljótarstöðum, upp Seljadal, yfir Seljadalsá,
Kattarhryggstorfu, austan í Kvalningshnúk, inn Ferðamannasker,
síðan eftir melunum inn í Tjaldgil fremra, yfir Tjaldgilslæk og
upp Tjaldgilsháls. Á Tjaldgilsfit lágu ferðamenn oft fyrstu nótt-
ina og höfðu þá oft mælt sér þar mót. Innan við Tjaldgilsháls mæt-
ast leiðirnar, svo scm fyrr segir. Er þá orðið skammt að fara að
vaðinu á Hólmsá, en það er dálítinn kipp fyrir neðan Svarta-
fellstanga.
Brytalækir á Álftaversafrétti taka við, þegar yfir Hólmsá kem-
ur. Liggur vegurinn þá í norðvestur yfir sandhrygg, er liggur þvert
fyrir að Brennivínskvísl, síðan er farið beint í hávestur skammt fycir
norðan Mælifell og þar yfir Brennivínskvíslina, vestur með Veður-
hálsi útá Skiptingaöldu, en þar skiptast leiðir. Efri leiðin, vestur
með Strútsöldu, mun þó sjaldan hafa verið farin með lestir, því
þar eru á blettum oft sandbleytur og vatnsvöðull.
Aðalleiðin liggur töluvert sunnar á Mælifellssandi, nær Mýrdals-
jökli. Mun jökullinn áður hafa náð mun nær veginum en nú er.
Séð eftir Ljósárgili, norðan Launfitarsands.
62
Goðasteinn