Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 66

Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 66
Vegurinn liggur upp úr Hvanngili rétt syðst. Beygir hann þá alveg í norður, um svokallaða Vegahlíð, vestan undir Ófæruhöfða, og svo vestur yfir Bratthálskvísl, en þar koma saman leiðirnar, eins og áður segir. Nú liggur leiðin áfram fyrir norðan Torfatind, vestur með Grashagakvísl og yfir hana skammt fyrir neðan Gras- haga. Þar var farið upp úr djúpu gili, norðan undir Sátubotnum, út á Launfitarsand og niður á Launfit. Oft mun hafa verið áð og gist á Launfit. Þar eru ágætir hestahagar, bæði mýri og valllendi, með Markarfljóti. Þar sjást gamlar hlóðir á fljótsbakkanum, er notaðar hafa verið aðallega af ferðamönnum og máske eitthvað af fjallmönnum. Þegar komið er yfir Markarfljót, sem rennur með Launfit að vestan, liggur leiðin suður úr Faxa, sem er langur fjallgarður frá norðri til suðurs, og vestur yfir hann í skarði, nokkuð innarlega. Er þá haldið suður með honum að vestan og niður svokallaða Ferðamannaöldu, niður á Sultarfitjar, yfir Hvítmögukvísl í Reið- skarði og þá suður Hungursfitjar. Þar eru allgóðir hestahagar, sem hafa víst oft verið notaðir, sérstaklega í austurleið. Þá liggur leiðin gegnum Hungurskarð niður í Kerlingarhraun. Þar er vegurinn ruddur á nokkrum kafla og vel varðaður. Annars hefur þessi leið öll verið vörðuð en vörðurnar víða strjálar. Fyrir neðan Kerlingarhraun er Blesá, sem rennur þar í Eystri- Rangá. Sunnan við Blesá liggur vegurinn neðan við Blesármýri og þá upp á Dalöldur, en svo nefnast háar melöldur niður af Tinda- fjallajökli. Voru þær víða með góðum grasverum, sem allt fór í kaf af ösku í Heklugosinu 1947. Þegar kemur suður af Dalöldum er farið niður Rauðöldu, ofan í Lambadal, niður dalhraunið niður í Daltanga og þar yfir Eystri- Rangá. Var svo farið niður með henni, að vestan, niður í Fosshaga, yfir Hraunháls, niður á Selflöt, og er þá orðið skammt að Fossi, sem er fyrsti bær á Rangárvöllum, þegar komin er Fjallabaksleiðin, að austan. Skammt fyrir neðan Foss er eyðibærinn Árbær, sem var í byggð, þegar þessi leið var fjölfarin. Hef ég heyrt eftir gömlu fólki, sem heima átti á þessum bæjum, að þar hafi oft verið mikill gesta- gangur um lestatímann. Leið þessi, sem er milli 90 og 100 km milli byggða, er víða ein- 64 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.