Goðasteinn - 01.09.1966, Side 69

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 69
skógur var hér urinn upp og eldiviðar ekki kostur, annars en mós í mýri. Grónar mógrafir gætu leynzt í mýrinni bak við barðið. Kannski var síðasti mórinn í byrgjunum aldrei borinn á eld né hrært við honum? Mundi hann þá hafa molnað sundur og myndað þess- ar þúfur? Og enn er ein spurning eftir! Kannski átök þýðu og þela geti stundum á þúsund árum breytt tóftargólfi í tröllaþúfu, er teygir sig því hærra upp, sem veggjarbrotin umhverfis síga neðar? Þrjár þúfur á móabarði búa yfir leyndardómi, sem líklega verð- ur aldrei leiddur í ljós. Eigi að síður eru þær gersemar. Það hefur hrifið mig meir en messa að leiða þær sjónum og láta hugann hringsóla kringum þær. Á jólum 1950, H. H. Varið þið mig Jónas Pálsson í Eystra-Fíflholti í Landeyjum og Jóhann Þorkels- son vinnumaður hans, síðar bóndi í Miðkrika, voru eitt sinn að laga kuml við sauðahús Jónasar austur á Affallsbakka. Þeir voru langt komnir með verkið og unnu að því að moka mold út úr tóttinni, er þeir heyrðu kvenmannsrödd hrópa í angist: „Varið þið mig“! Virtist hrópið koma frá moldarhrúgunni. Þeir félagar hættu samstundis mokstrinum og höfðust ekki að nokkra stund. Urðu þeir síðan engra kynja varir. Sögn Lilju Þorgeirsdóttur frá Fíflholtshjáleigu, sem heyrði Jónas afa sinn segja frá þessu. Goðasteinn 67

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.