Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 72

Goðasteinn - 01.09.1966, Blaðsíða 72
Unglingafræðsla byggðanna er til dæmis í molum, og mörgum í sveit er ókleift að senda börn sín til mennta, þótt námsgeta, gott uppeldi og einlægur vilji til náms sé fyrir hendi. í bæjum er aftur á móti skylt að ljúka bóklegu unglingaprófi, þótt saman fari hjá sumum þessara nemenda andúð á námi og skóla, neikvœð afstaða til kennara og siðferðilegt þrekleysi. Hér er hallað rétti hinna strjálu byggða, og má ekki iengur við svo búið standa. Því má heldur aldrei gleyma, að íslenzk tunga, saga og bókmenntir eru í svo órofa tengslum við landið sjálft, sem þjóðin hefur yrkt í meir en þúsund ár, að þau tengsl mega aldrei rofna, þrátt fyrir breytta þjóðfélagshætti. Annars er vá fyrir dyrum. Eyfellsk byggð er rík af kennileitum, sem hvert á sína sögu, hellar, fossar, fjallstindar. Falleg helgisögn er jafnvel tengd við reyniviðarhrísluna í Holtsnúp. Þessar sögur sagði móðir barni öld eftir öld, kynslóð eftir kyn- slóð. Þær voru lifandi á vörum þjóðarinnar. Breyttar aðstæður hafa gjörbreytt þessu. Þjóðin er að týna þessum sögum, þótt þær séu skráðar á bók. Þær eru ekki lengur lifandi þáttur þjóðlífsins. Fyrrgreind starfsemi í Hamragörðum gæti orðið hér að liði, hjálpað til að varðveita þessar sagnir þar um slóðir og veitt þeim lífskynngi á ný. Yrði Njáls saga ekki betur skilin, metin og virt, ef iesandinn hcfði Bergþórshvol, Hlíðarenda og Kirkjubæ á næsta leiti? Væri ekki nokkuð á sig leggjandi tii að kynna íslenzkri æsku þessa merku bók á þennan hátt? Ég efast um, að margar sýnir séu fegurri hér á landi en að horfa til fjalla frá Gunnarshólma á heiðríku vor- og haustkvöldi. Að minnsta kosti hefur enginn málari náð þeirri myndauðgi, er birt- ist í kvæði Jónasar Hallgrímssonar af þessum slóðum. Hann kvað einnig um gljúfrabúa, hamragarða og hvíta tinda. Skáldið hefur án efa komið að Hamragörðum og orðið fyrir áhrifum af fegurð þeirra, og er freistandi að geta sér þess til, að Jónas sé einmitt hér að lýsa Hamragörðum undir Eyjafjöllum. Gljúfrabúi, gamli foss! gilið mitt í klettaþröngum! 70 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.