Goðasteinn - 01.09.1966, Side 75

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 75
urinn gerðist: „í Landeyjum suður varð Sigvaldi nokkur Jónsson að bana þeim manni, er Ólafur hét Narfason.“ En því segir þar í „Landeyjum suður“ að annáli þessi er ritaður noðrur í Svarfaðar- dal. Höfundur hans er með vissu talinn Eyjólfur prestur Jónsson á Völlum (1670-1745), einhver lærðasti Islendingur á fyrra hluta 18. aldar. Er mælt, að faðir Eyjólfs hafi látið hann fara til sjóróðra suður í Garð eina vertíð, svo hann læsi sig ekki í rot. — Kjósarannáll segir samt miklu ýtarlegast frá atburðum. Hannes Þorsteinsson telur höfundinn vera séra Einar prófast Einarsson í Görðum á Álftanesi (1649-1690). Er líklegt, að hér valdi miklu um, að samgöngur voru örar orðnar austan úr sveitum til byggð- anna við Faxaflóa. Var því oft hægt að fá allnákvæmar fréttir með ferðamönnum. I annál séra Einars segir svo frá: „Mál slæmt í Landeyjum eystri, svo háttað, að bóndinn á Önundarstöðum, Jón Erlendsson, reið til kirkju með tveimur son- um sínum, item hans hjáleigumaður, Ólafur að nafni, með sinni kvinnu, ætluðu til sakramentis. Kýttust þeir feðgar og maðurinn á um beit. Svo lauk, að Sigvaldi sonur Jóns og Ólafur tókust á, en Ólafur féll fyrir Valda, er þjakaði að honum, þar til blóð rann af munni Ólafs; lifði hann síðan tvo daga. Valdi var aftekinn á alþingi um sumarið.“ - Önundarstöðum fylgdu til forna fjórar hjáleigur: Naust, Rima- kot og Önundarstaðahjáleigur tvær, efri og vestari. Þá er jarðabók Árna Magnússonar og Páls var saman tekin, fylgja jörðinni þessar tvær síðasttöldu hjáleigur, önnur þeirra, sú vestari, eyðilagðist vorið eftir stóru bóluna, þ. e. 1708. Ég ætla, að Ólafur Narfason hafi búið á þessari hjáleigu. Hefur þetta verið lélegt jarðnæði og landþröngt, svo ekki var nema von að fénaður Ólafs gengi í haga heima- bóndans. Hjáleiga þessi mun hafa verið vestur af Önundarstöðum, svo sem nafnið bendir til. Sandur olli oft búsifjum í þessu hverfi og eyddist hjáleigubýli þetta ár frá ári; til marks um það var sífellt lækkandi landskuld. Var hún í fyrstu 50 álnir en síðustu árin ekki nema 20 álnir. Önundarstaðastorfan var um þessar mundir í eigu Breiðabólstaðarkirkju, en heimabóndi hirti afgjöld af hjáleigunum. Þá, er manntalið í Rangárvallasýslu var skráð 1703, er kominn Goðastemn 73

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.