Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 77

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 77
höfn eftir stríðið. Þá steig öll vara danskra í verði en íslenzk vara lækkaði. Jón Hreggviðsson bóndi á Rein þótti þá sannur að því að hafa drepið kóngsins böðul, Sigurð heitinn Snorrason, og var því rcttdræpur utan lands eða innan. Var Jón gamli „illur og ódæll“ segir Espólín, enda reyndist hann réttvísinni erfiður viðskiptis. - Menn voru afteknir á þingi að venju, enda þótt kóngsins böðull væri dauður, því maður kemur manns í stað. „Urðu fleiri smámál um barnahvarf og annað.“ Er þá fátt eitt talið atburða um þessar mundir.---- Næst er þá að taka, að bóndinn á Önundarstöðum, Jón Erlends- son ætlar að ríða til kirkju með sonum sínum tveim, Sigvalda og Erlendi (?). Má ætla að þetta hafi verið í júlímánuði snemma. Hjá- leigubóndinn, hann Ólafur Narfason, ætlar að slást í hópinn ásamt sinni ektakvinnu. Er líklegt, að sæmilega hafi farið á með þeim nágrönnunum. Þeir ætla að hlýða messu hjá séra Gísla Eiríkssyni á Krossi. Séra Gísli tók við brauðinu 1681 af séra Eiríki föður sínum, Þorsteinssyni. Séra Gísli var kallaður „formaður", því hann hafði stundað sjó og formennsku, áður en hann fór í skóla, kannski líka, eftir að hann varð prestur. Eiríkur faðir hans var líka formaður við Sandinn og í Eyjum og var kallaður „Séra Eiríkur formaður“. - Héldu þeir feðgar Landeyjarþing í 56 ár og er ekki annars getið en, að þeir hafi verið virtir vel. Trúlega hefur formennskan aflað þeim álits, því gott var að kunna vel til sjós við Sandinn. Þessi fimm manna hópur ríður nú vestur svokallaða Gljá, þar sem sandurinn og graslendið mætist. Grunnur vatnselgur liggur yfir sandinum, það er gljáin. Það má gera ráð fyrir, að fólkinu sé létt í skapi við heimanförina. Það hefur varpað af sér búksorg hversdags- ins um stund og nú ætlar það að ganga að Drottins náðarborði, neyta hins heilaga sakramentis, hreinsa hugann af grómleika syndar- innar. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Um þriggja stundarfjórðunga reið mun vera frá Önundarstöðum að Krossi. Þá er komið er nokk- uð á leið berst í tal milli þeirra fegða og Ólafs hjáleigubónda, að fénaður Ólafs gangi allmjög í landi heimajarðarinnar og una þeir feðgar þessu illa. Orðræður þeirra harðna er á líður og þá er vikið er upp frá Gljánni, heim mýrina að Krossi, er þeim feðgum og Ólafi Goðasteinn 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.