Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 78

Goðasteinn - 01.09.1966, Qupperneq 78
orðið ærið heitt í skapi. Kjósarannáll er einn til frásagnar og er þó harla fáorður. Nema þeir Sigvaldi og Ólafur takast á. Hvor upptökin átti að þeim átökum er ekki vitað. Sigvaldi er ungur og trúlega sterkur, en Ólafur mun hafa verið kominn af léttasta skeiði. Ekki er ólíklegt, að urgur föður Sigvalda og bróður hafi æst hug Sigvalda svo að upp úr sauð. Þá er hér er komið, er stutt leið heim að kirkjustaðnum, fólk nálgast staðinn á leið til messunnar, sumt er komið heim á hlaðið. Þá sér kirkjufólk að einhver undarlegur stanz er á hinum fámenna hóp, sem kemur sunnan mýrina, þar er ekki allt með felldu. Sigvaldi þrífur til Ólafs og má ætla, að hann hafi kippt honum af hestinum, þeir takast á niðri í mýrinni, Ólafur verður undir og Sigvaldi „þjakar að honum“. En er blóð rennur úr munni hans, er ekki að efa, að hér er um of að gert. Er þá farið að stumra yfir manninum og hann fluttur til bæjar. Enginn er til frásagnar um við- brögð séra Gísla og safnaðar. Líklega hefur verið messað en hugur kirkjugesta í uppnámi vegna þessa óvenjulega atburðar. Sjálfsagt hafa allir vonað - og þá kannski ekki sízt Sigvaldi - að Ólafur hresstist og yrði heill heilsu. En það fór á annan veg, honum elnar stöðugt og eftir tvo daga er hann liðið lík. Hörmulegur atburður hafði skeð í þessari sveit, þar sem menn höfðu lifað saman í góð- um friði, svo lengi sem elztu menn mundu. Þessi tíðindi spurðust víða og þóttu ill. Hlutu að verða hér eftir- mál mikil. Sýslumaður í Rangárvallasýslu var Gísli Magnússon (1621-96). Gísli fékk sýsluvöld í Rangárþingi 1659 og bjó að Hlíðar- enda frá 1653, en fluttist að Skálholti 1686 til tengdasonar síns, Þórð- ar biskups Þorlákssonar. Gísli var í Skálholti til æviloka, en sýslu- völdum hélt hann til dauðadags, hafði lögsagnara. Gísli þótti mikill höfðingi, vitur maður og góðgjarn. Hann var í mörgu langt á und- an sínum tíma, einkum í búnaðarmálum. Hann reyndi kornyrkju á Hlíðarenda, ritaði mikið um framfarir og endurreisn, einkum í land- búnaði. Gísli sýslumaður var almennt nefndur „Vísi-Gísli“. Gefur það auknefni til kynna álit alþýðu manna á honum og lærdómi hans. Gísli skrifaði konungi langt bréf á latínu, þar sem hann krafð- ist aukinnar sjálfstjórnar íslendingum til handa, en kom fyrir lítið sem vænta mátti.------ 76 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.