Goðasteinn - 01.09.1966, Side 79

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 79
í máli Sigvalda gekk fyrst héraðsdómur 30. júlí 1683 að Krossi í Landeyjum og útnefndi Gísli sýslumaður menn í dóminn. „Svo var um alla þá öld, að bændur dæmdu eða lögréttumenn, en sýslumenn samþykktu aðeins.“ Fyrir var tekinn sá „áburður Ólafs (heitins) Narfasonar uppá Sigvalda Jónsson, hver af ærlegum mönnum var með eiði staðfestur, með öðru fleiru, sem í þann dóm er inn fært“ Næst er málið tekið fyrir á þriggja hreppa þingi á Lambey 19. október sama ár „hvar af 12 dómsmönnum ályktað var, að Sigvaldi Jónsson skyldi þann tylftareið vinna, sem hann sér bauð á Kross- þingi, hvern hann síðar fyrir Lambeyjardómi taldi sér ófærilegt (ómögulegt) svo fortakslausan að vinna, heldur vildi hann þess eiðs stílun hafa, að hann hafi hvorki hugað né viljað, að Ólafur heitinn Narfason skyldi af þessum viðskiptum dauðann bíða, en það hann hafi ekki mátt lífstjórn fá af þeirra viðskiptum segir hann ei vita né sverja kunna.“ Þriðji og síðasti héraðsdómur var haldinn að Krossi 9. maí 1684. Aðalinntak þess dóms er, að Sigvalda standi frítt fyrir (sé heimilt) að sverja eið þann, er hann hafði áður boðið á Lambeyjarþingi. Eið þennan eið sór Sigvaldi á þá leið, að hann „segði það guði almáttug- um, að hann hefði ekki af ásettu ráði, vilja eður vitund Ólafi Narfa- syni líftjón veitt.“ Eiðsvottar staðfestu einnig, að þeir hyggi Sig- valda þann eið særan vera. Viti þeir ekki annað, en hann hafi hagað sér frómlega og friðsamlega, þar til þetta upp á féll. En að öllu þessu máli yfirvcguðu sýnist tilnefndum dómsmönnum, að máls vegur* (málstaður) Sigvalda eigi heima í Mannhelgi, þar svo ákveður (eða að kveður), að sá skuli vera mannsbani, sem hinn sári segir það verk fyrst á hendur, nema lögmönnum eða lögréttumönn- um sýnist oftnefndum Sigvalda nokkur vægðar von að hans af- lögðum eiði. Þann 5. júlí 1684 var á alþingi tekið fyrir mál Sigvalda. Segir þar um orðrétt: „Um það stórmæli úr Rangárþingi, sem borið var af þeim fróma manni Ólafi heitnum Narfasyni Sigvalda Jónssyni á * Þetta svipmikla orð er tekið í Blöndalsorðabók með skýringar- dæmi úr nefndum dómi. Því geymir sú ágæta bók nafn þessa brotamanns. Goðasteinn 77

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.