Goðasteinn - 01.09.1966, Side 82
Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ:
Hjáleigur Oddastaðar
I
Síðan á dögum Sæmundar fróða, hefur Oddi á Rangárvöllum
verið nafnkenndast höfuðbóla, að biskupssetrunum Hólum og
Skálholti einum undanskildum. Framanaf ættarból héraðshöfðingja
og miðstöð þjóðlegra fræða, síðar oft aðsetur höfuðklerka og lengi
þriðja bezt brauð á landi hér. Sjö Oddaprestar fóru þaðan beint
á biskupsstóla, og þriðji hver prófastur Rangárþings hefur setið þar.
Aðaltekjur Oddapresta voru af jarðeignum staðarins. Um 1700
átti Oddakirkja 285 jarðarhundruð í rúmlega tuttugu bóndabýlum,
með 73ur leigukúgildum. í árlega landskuld af kirkjujörðum fékk
prcstur hvert vor kringum hundrað ær, loðnar og lambdar, eða
jafnvirði þeirra. í kúgildaleigu fékk hann árlega 146 fjórðunga, eða
730 kílógrömm af smjöri. Þar að auki var prestssetrið afgjaldalaust.
Oddatorfan var þá virt á 80 hundruð að fornu mati. Á henni stóð
fyrst og fremst höfuðbólið, en auk þess hjáleigur, sjö að tölu, með
23U1- leigukúgildum. Landskuld af hjáleigum Oddastaðar nam þá
rúmlega fimm kúgildum, eða sem svaraði 32ur ungum, framgengn-
um ám. Það var þá meira cn meðallags landskuld af 80 hundraða
jarðnæði. Hart nær þriðjung tekna sinna af landskuldum og leigna-
smjöri fékk Oddaprestur frá hjáleigubændum staðarins. Og það
má með miklum sanni segja, að þeir hafi verið látnir grciða fulla
landskuld af því jarðnæði, sem prestur sjálfur sat.
Ymsir Oddaprestar voru ólíkir kennimeistara sínum, og sumir
prestar þykja það - því miður - enn í dag.
80
Goðasteinn