Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 82

Goðasteinn - 01.09.1966, Síða 82
Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ: Hjáleigur Oddastaðar I Síðan á dögum Sæmundar fróða, hefur Oddi á Rangárvöllum verið nafnkenndast höfuðbóla, að biskupssetrunum Hólum og Skálholti einum undanskildum. Framanaf ættarból héraðshöfðingja og miðstöð þjóðlegra fræða, síðar oft aðsetur höfuðklerka og lengi þriðja bezt brauð á landi hér. Sjö Oddaprestar fóru þaðan beint á biskupsstóla, og þriðji hver prófastur Rangárþings hefur setið þar. Aðaltekjur Oddapresta voru af jarðeignum staðarins. Um 1700 átti Oddakirkja 285 jarðarhundruð í rúmlega tuttugu bóndabýlum, með 73ur leigukúgildum. í árlega landskuld af kirkjujörðum fékk prcstur hvert vor kringum hundrað ær, loðnar og lambdar, eða jafnvirði þeirra. í kúgildaleigu fékk hann árlega 146 fjórðunga, eða 730 kílógrömm af smjöri. Þar að auki var prestssetrið afgjaldalaust. Oddatorfan var þá virt á 80 hundruð að fornu mati. Á henni stóð fyrst og fremst höfuðbólið, en auk þess hjáleigur, sjö að tölu, með 23U1- leigukúgildum. Landskuld af hjáleigum Oddastaðar nam þá rúmlega fimm kúgildum, eða sem svaraði 32ur ungum, framgengn- um ám. Það var þá meira cn meðallags landskuld af 80 hundraða jarðnæði. Hart nær þriðjung tekna sinna af landskuldum og leigna- smjöri fékk Oddaprestur frá hjáleigubændum staðarins. Og það má með miklum sanni segja, að þeir hafi verið látnir grciða fulla landskuld af því jarðnæði, sem prestur sjálfur sat. Ymsir Oddaprestar voru ólíkir kennimeistara sínum, og sumir prestar þykja það - því miður - enn í dag. 80 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.