Goðasteinn - 01.09.1966, Side 83

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 83
II Hér að framan var þess getið, að Oddi var fyrrum þriðja tekju- hæst prestakall hérlendis. Bezta brauð landsins, Breiðabólsstaður í Fljótshlíð, átti 470 jarðarhundruð með 83ur kúgildum. Tekjur prests af jörðum voru þá 170 ær á vori og 830 kílógrömm leigna- smjörs. Allar tekjur prests þar voru metnar á 182,5 ríkisdali í pen- ingum. Annað bezt brauð var Grenjaðarstaður, metinn á 163 dali. Oddi var metinn á 121 dal. Fjórða var Staðarstaður, metinn á 105,5 dali. Fimmta var Hítardalur, metinn á 102,5 dali. Sjötta var Helga- fell, metið á 97 dali. Sjöunda Holt undir Eyjafjöllum, metið á 87 dali. Áttunda var Gaulverjabær, metinn á 83,5 dali. Níunda Setberg metið á 83 dali. Tíunda var Selárdalur, metinn á 82 dali. Ellefta Seltjarnarnes, eða Reykjavík, metið á slétta 80 dali. Þrjú af sjö beztu brauðum landsins voru í Rangárþingi. Rýrustu prestaköll voru þá metin á aðeins 5 ríkisdali. Það var Staður í Súgandafirði og Skeggjastaðir norður á Langanesströndum. Sand- fell í Öræfum var metið hálfum dal hærra. En nokkur brauð, önnur, innan við 10 dali. í hartnær helmingi prestakallanna voru árstekjur presta metnar um og innan við 30 ríkisdali. Þess var ekki von, að prestar yrðu þá yfirleitt hökufeitir. Og engin furða, þótt fast væri sótt frá rýrara að betra brauði. III Ókunnugt er, hvenær hjáleigubúskapur hófst í Oddahverfi. Er allsherjarmanntal var tekið á Islandi 1703, voru Oddahjáleigubænd- ur sjö, með samtals 36 menn í heimili. Þá voru á Oddastað 14 heimamenn. Átta árum síðar var jarðabók samin fyrir Rangárvelli. Þar voru Oddahjáleigur allar taldar og nefndar nöfnum, land- skuldir, kvaðir og leigukúgildi bókfært á hverju býli, ennfremur bústofn hjá hverjum einstökum bónda. Þá voru hjáleigur þessar: Oddhóll, Kumli, Kragi, Langekra, Dvergasteinn, Vindás og Tröð. Fjögur kvígildi fylgdu þá Oddhól og Kumla, þrjú kvígildi hinum hjáleigunum, eða samtals 23 kvigildi. Þá hafði Kragi verið í eyði síðan í stóru bólu. Enn eru þar taldar tvær eyðihjáleigur, fornar: Núningur, sagður Goðastemn 81

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.