Goðasteinn - 01.09.1966, Page 84

Goðasteinn - 01.09.1966, Page 84
eyddur af uppblæstri, og Kampastaðir, eyddir af reimleika fyrir löngu. Þetta haust settu Oddhverfingar þenna fénað á vetur: Oddaprestur: 16 kýr, 4 naut, 9 kálfa, 85 kindur, 30 hross. Sex hjáleigubændur: 38 kýr, 1 naut, n kálfa, 535 kindur, 70 hross. Samtals er þá á fóðrum: 79 nautgripir, 620 kindur og 100 hross. Almennt manntal fór fram á fslandi 1816. Þá bjó Steingrímur Jónsson í Odda, sá er síðar varð biskup. Hjá honum voru þá 26 manns í heimili. Heimilisfólk sjö hjáleigubænda var samtals 36. Kotin: Tröð og Dvergasteinn voru þá með öllu horfin úr byggð, hafa ef til vill orðið sandfoki að bráð. Uppblástur hrjáði Oddalönd lengi, austan og norðan bæja. En nú eru nefndar tvær nýjar hjá- leigur, For og Ráðleysa. Fljótlega hverfur Ráðleysa úr skjölum. en Strympa kemur í staðinn. Að næstu átta árum liðnum, síðasta ár séra Steingríms í Odda, var búfjárframtal Oddhverfinga þetta: Oddaprestur: 16 kýr, 108 sauðkindur, 22 hross, fullorðin. Sjö hjáleigubændur: 9 kýr, 166 kindur, 21 hross, fullorðið. Kvígildi ca. 12 kýr, 48 ær. Búfjártala hjáleigubænda verður þá: 21 kýr, 214 kindur, 21 hross, fullorðið. Meðaltal sjö bænda: 3 kýr, 30 kindur, 3 hross. Þessar tölur sýna þó ekki rétta mynd af fátækt sumra hjáleigubændanna. Tveir hinna sjö töldu fram meira en helm- ing sauðfjárins. Við það minnkar meðaltal hinna um þriðjung, niður í 20 kindur. Þó var sauðbú sumra til muna minna. Hinsvegar hafa þeir líklega, flestir, verið mcð þrjár kýr á búi. Árið 1834 voru bændur á Oddahjáleigum tíu. Heimamenn í Oddahverfi voru þá 65. Um 1790 er getið Oddahjáleigu, sem kölluð er Bakrangur. Þá voru kotin Ráðleysa og Strympa hvorugt komin til sögu. Gæti þetta því verið skyndinafn, eins og Ráðleysa ef til vill einnig var. Er nú loks ótalin yngsta hjáleigan, Sólvellir. Guðmundur Einars- son, ungur maður, alinn upp hjá vandalausum, reisti nýbýli 1930 yzt í Oddahögum. Hann skírði bæ sinn fögru nafni og hefur búið þar þriðjung aldar, oftast einsamall. Eru þá upptalin fjórtán nöfn Oddakota. En óvíst er, að verið hafi fleiri en sjö í ábúð samtímis. 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.