Goðasteinn - 01.09.1966, Side 85

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 85
IV Eru kotin Odda hjá: Ekra, For og Strympa, Vindás, Kumli, Kragi þá, kemur Oddhóll skammt í frá. Hér eru kot talin sólarsinnis kringum höfuðbólið. Oddaklerkar kunnu lag á að raða kotunum kringum hefðarsetrið. Þannig slógu þeir tvær eða fleiri flugur í sama höggi. Túnin í Oddahverfi voru á einum, samfelldum hólahrygg, umkringdum mýri. Flestir út- jaðrar tilheyrðu hjáleigunum. Hjartað úr skákinni fylgdi prests- setrinu. Hjáleigufólkið varði Oddatúnið um leið og útskefjar sínar. Þessu líkt virðist einnig hafa verið um engjaskiptin. Engjaspildur hjáleigumanna lágu milli Oddaengja og bithagans. Allt virðist þarna vera á eina bók lært: Að hagnast eins mikið og hægt var á kotungunum. Nú er runnin upp ný öld í Oddahverfi. Vansældarkotin For og Strympa fóru í eyði fyrir síðustu aldamót, Kumli og Kragi á öðrum fjórðungi aldar. Oddhólsbær stóð fyrr á dálitlum hóli úti í mýri. Bærinn var fluttur á flatlendan móa — og heitir Oddhóll enn. Þar stendur nú eitt stórbú héraðsins. í Langekru og á Vindási eru miklar umbætur orðnar. Á báðum stöðum er búið myndarlega. Sólvellir standa til stórra bóta og eru þó nú þegar góðbýli með mörg hundruð hesta túni. í Odda er ekki bú. Hún gerist enn hin gamla saga, að hinir síðustu verða fyrstir. Ritað 1964, H. H. Goðasteinn 83

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.