Goðasteinn - 01.09.1966, Side 86

Goðasteinn - 01.09.1966, Side 86
TIL LESENDA Goðasteinn sendir enn sem fyrr vinum sínum og velunnurum kveðjur og árnaðaróskir með þökk fyrir liðinn tíma. Vonar hann, að þau samskipti haldist á komandi ári og árum. Gert er ráð fyrir að útgáfa ritsins og verð haldist óbreytt á næsta ári. Jón Guðmundsson í Fjalli á Skeiðum minnist á þátt um Einar í Kaldaðarnesi í síðasta hefti í bréfi til ritsins. 1 þættinum er talið, að Ófeigur Vigfússon í Fjalli hafi átt 8 dætur. Jón skrifar: „Þær voru 9, og eftir því sem ég bezt veit, eru ættir komnar frá þeim öllum. Ein þeirra giftist ekki, en börn átti hún með Ólafi Stefáns- syni, er giftur var Margréti Ófeigsdóttur. Þetta var Ingunn Ófeigs- dóttir. Meðal afkomenda hennar var Júlíus á Hrútsstöðum. Synir Ófeigs voru tveir: Ófeigur í Fjalli og Vigfús í Framnesi. Aftur á móti voru dætur Kristínar í Fjalli 5. Ein þeirra, Val- gerður, dó 2. sept. 1850. Ég set hér til gamans afrit af skiptagerð eftir Valgerði: Erfingjar: 1. Móðir hennar, Madame Kristín Ólafsdóttir, kona Ófeigs hreppstj. Vigfússonar í Fjalli. 2. Aisystkini hinnar látnu: a) Ólafur í Fjalli, 20 ára, b) Stefán á Stóra-Fljóti, 19 ára, c) Guðný, 29 ára í Hjálmholti, d) Sigríður, 18 ára, e) Gróa, 17 ára, f) Elín, 14 ára, allar í Fjalli. Upphæð búsins rd. 167,24. Tii skipta rd. 120,38. Sama dag er svo þessi skiptagerð: Árið 1851, þann 3. sept., var skipt db. Stefáns sál. Stefánssonar á Stóra-Fljóti, sem dó 29. jan. 1851. Erfingjar: móðir hans og alsystkini (sbr. hér á undan). Upp- hæð búsins: rd. 203,78. Til skipta: rd. 169,58.“ 84 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.