Goðasteinn - 01.03.1967, Page 9

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 9
fletta, að höfundur Njálu hefir verið með óskerta andlega starfs- orku, er hann reit hana, en miklar líkur eru til, að svo hafi ekki verið með höfund Svínfellinga sögu, hann hafi verið orðinn aldraður maður og frásögnin gjaldi þess nokkuð. Á það er þá að líta, að Njála er vandlega unnið meistaraverk en Svínfellinga saga aðeins minningar gamals manns og e. t. v. einungis skráðar til þess, að ættingjar sögupersónanna gætu betur áttað sig á, hvers vegna þessir atburðir gjörðust; að hér átti enginn einn alla sök. Það er því varla við því að búast, að örugglega finnist sömu höfuðeinkenni á Njálu og Svínfellinga sögu, þótt Þorsteinn kunni að hafa ritað báðar. Þó mun sitthvað líkt, ef vel er að gáð, og sum atriði, sem Svín- fellinga saga segir frá, ætla ég endurspeglist í Njálu. Má þar til nefna kirkjugöngu Ögmundar, áður en hann fer til að drepa Ormssonu. En verði það viðurkennt, að Þorsteinn Skeggjason hafi skrifað Svínfellinga sögu, væri vissulega fróðlegt að athuga, hvort ekki mætti út frá því sjá, hvort tilgáta prófessors Einars Ól. Sveinssonar styðst ekki við fleiri rök, en hann hefir þegar fært fram. Goðasteinn er þakklátur Sigurði á Kvískerjum fyrir þennan skil- góða þátt um höfund Svínfellinga sögu. Prófessor Einar Ólafur Sveinsson víkur aðeins að þessu efni í formála sínum að útgáfu Njáls sögu 1954. Bendir hann þar á sama orðaval í lýsingu Skarp- héðins og Sæmundar Ormssonar. Svínfellinga saga hefur sætt illri meðferð hjá „ritstjóra" Sturlungu. Allmikið stendur þó vafalaust óbrjálað af verki höfundar. Auðvelt er að benda á hliðstæður í Njáls sögu og Svínfellinga sögu. Minna má t. d. á ráð Njáls við Gunnar á Hlíðarenda, er hann hefur verið gerður útlægur um þrjá vetur, og ráð Brands ábóta við Sæmund í Svínafelli, er Sæmundur ræðir um ótrúar sættir Ögmundar í Kirkjubæ. Ekki er úr vegi að minna á aðför Sæmundar að húsum í Kirkjubæ og aðför Flosa að húsum á Bergþórshvoli. Hundur, sem geyjar uppi á húsum í Kirkjubæ, getur minnt á Sám, sárt leikinn fóstra Gunnars á Hlíð- arenda. Fleira mætti tína til. Hinu er þó sízt að leyna, að áþekk sagnaminni geta verið í alóskyldum bókum. Goðasteinn 7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.