Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 9

Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 9
fletta, að höfundur Njálu hefir verið með óskerta andlega starfs- orku, er hann reit hana, en miklar líkur eru til, að svo hafi ekki verið með höfund Svínfellinga sögu, hann hafi verið orðinn aldraður maður og frásögnin gjaldi þess nokkuð. Á það er þá að líta, að Njála er vandlega unnið meistaraverk en Svínfellinga saga aðeins minningar gamals manns og e. t. v. einungis skráðar til þess, að ættingjar sögupersónanna gætu betur áttað sig á, hvers vegna þessir atburðir gjörðust; að hér átti enginn einn alla sök. Það er því varla við því að búast, að örugglega finnist sömu höfuðeinkenni á Njálu og Svínfellinga sögu, þótt Þorsteinn kunni að hafa ritað báðar. Þó mun sitthvað líkt, ef vel er að gáð, og sum atriði, sem Svín- fellinga saga segir frá, ætla ég endurspeglist í Njálu. Má þar til nefna kirkjugöngu Ögmundar, áður en hann fer til að drepa Ormssonu. En verði það viðurkennt, að Þorsteinn Skeggjason hafi skrifað Svínfellinga sögu, væri vissulega fróðlegt að athuga, hvort ekki mætti út frá því sjá, hvort tilgáta prófessors Einars Ól. Sveinssonar styðst ekki við fleiri rök, en hann hefir þegar fært fram. Goðasteinn er þakklátur Sigurði á Kvískerjum fyrir þennan skil- góða þátt um höfund Svínfellinga sögu. Prófessor Einar Ólafur Sveinsson víkur aðeins að þessu efni í formála sínum að útgáfu Njáls sögu 1954. Bendir hann þar á sama orðaval í lýsingu Skarp- héðins og Sæmundar Ormssonar. Svínfellinga saga hefur sætt illri meðferð hjá „ritstjóra" Sturlungu. Allmikið stendur þó vafalaust óbrjálað af verki höfundar. Auðvelt er að benda á hliðstæður í Njáls sögu og Svínfellinga sögu. Minna má t. d. á ráð Njáls við Gunnar á Hlíðarenda, er hann hefur verið gerður útlægur um þrjá vetur, og ráð Brands ábóta við Sæmund í Svínafelli, er Sæmundur ræðir um ótrúar sættir Ögmundar í Kirkjubæ. Ekki er úr vegi að minna á aðför Sæmundar að húsum í Kirkjubæ og aðför Flosa að húsum á Bergþórshvoli. Hundur, sem geyjar uppi á húsum í Kirkjubæ, getur minnt á Sám, sárt leikinn fóstra Gunnars á Hlíð- arenda. Fleira mætti tína til. Hinu er þó sízt að leyna, að áþekk sagnaminni geta verið í alóskyldum bókum. Goðasteinn 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.