Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 28

Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 28
gekk inn til Einars og gesta hans. Ég man enn orð Einars þá: „Þakka þér fyrir, Kjarti minn. Þessari stund gleymi ég aldrei. Ég er viss um, að hér hcfur verið inni há vera“. Eíín Steindórsdóttir Bricm í Oddgeirshólum ólst upp í Hruna hjá foreldrum sínum, sr. Steindóri Briem og frú Camillu Sigríði Pétursdóttur. Hún var snemma söngvin, unni tónlist og spilaði um skeið við messur í Hrunakirkju. Ég veitti öllum, sem með þá hluti fóru, sérstaka eftirtekt og laðaðist að þeim. Ég eignaðist góðan vin, þar sem Elín var. Hún giftist Árna Árnasyni frá Hörgsholti. Þau bjuggu í Oddgeirshólum í Flóa. Ég var þar jafnan heimilisvinur. Árni dó 1936 og var jarðsettur í Hraun- gerði. Elín bað mig að spila við jarðarförina. Ekkert er mér sér- staklega minnisstætt frá athöfninni í kirkjunni, fyrr en kom að því að spila, meðan kistan var borin út. Ég hafði valið lagið: „Ave, maris stella“ eftir Grieg. Ég byrjaði að spila og um leið kom yfir mig þessi ólýsanlega tilfinning, sem áður hafði hrifið mig og gagn- tekið. Gleði, sæla og friður streymdu um hverja taug. Ég varð líkt og uppnuminn í æðra heim. Þessi ógleymanlega tilfinning varaði lagið á enda. Guðný Hróbjartsdóttir á Þjótanda var við jarðar- förina. Einar maður hennar hafði átt þetta hljóðfæri áður. Guðný vék sér að mér, áður en lagt var af stað heim, og sagði: „Nú þekkti ég fyrst hljóðin í orgelinu". Elín í Oddgeirshólum skrifaði mér bréf 7. júní þetta ár. Þar seg- ir m.a.: „En tónarnir úr orgelinu, sérstaklega, þegar kistan var borin út úr kirkjunni, fannst mér friða svo mínar sáru tilfinningar, að mér liggur við að segja, að þeir hafi tekið hálfa sorg mína“. Ári seinna missti Elín Steindór son sinn. Hún skrifaði mér þá að nýju á svipaðan veg: „Manstu, hvað ég skrifaði þér í fyrra? Mér fannst þú taka hálfa byrði mína. Er nú nokkur leið, að þú komir einnig, til að létta mér siíka stund“? Þetta, sem nú hefur verið rakið, er reynsla, sem aldrei verður að fullu sögð með orðum, dropar frá því dýrðarhafi, sem dylst okkur oftast í daganna önn. 26.11. 1966. - Þ. T. 26 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.