Goðasteinn - 01.03.1967, Page 46

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 46
skóg. Við höfðum ekki tíma til að skoða hann að ráði, komum þar aðeins af baki. Við förum fram hjá Hálsi, sem er næsti bær. Þar er forn kirkja, lítil, svört og turnlaus og með einum litlum glugga á norðurhlið, suðurhlið sá ég ekki. Bærinn snýr í norður, með átta standþiljum, og munu óvíða svo mörg þil á Norðurlandi. Túnið er vel girt mcð garði. Það var fyrsti túngarðurinn, sem ég tók eífir. Þegar við komum austur í Ljósavatnsskarð, saknaði Indriði bögguls, er hann hafði gleymt í Vaglaskógi, og skildi þá við okkur og sneri aftur, en kona hans fór heim á bæ í skarðinu og beið hans. Saknaði ég Indriða, þó við gætum farið hraðara hér eftir. Þegar kemur austur úr Ljósavatnsskarði, breytist stefnan í norður, norður Köldukinnina. Er þá Skjálfandafljót á hægri hönd, allfjarri fyrst, en Kinnarfjöllin á vinstri. Við komum að Yztafelli um háttumál, var verið að rcka ærnar. Var eigi að tala um annað hjá ráðherrafrúnni en bíða cftir kaffi. Ég var eitthvað tregur til þess fyrst, vegna hestanna, en synir hennar, sem búa á jörðinni, buðust til að gæta þeirra. Viðstaðan inni drógst í eina og hálfa klukkustund, en þegar við komum út, hafði verið tekið út úr öllum hestunum og þeir dreifðir um allt tún. Varð mér að orði, að þetta hefðu Sunnlendingar ekki gert. Og maður utan úr Kinn beið úti allan tímann, til að geta leið- beint okkur út eftir Kinninni, en vildi verjast inflúenzu í Yztafelli. Það er um miðnætti, þegar við förum þaðan og förum nú skemmstu og greiðustu leið út Kinnina, yfir tún og engjar, þegar þurfa þykir, en í gegnum öll girðingahliðin, 10-12, og komum að Björgum kl. 4 um morguninn. Vóru þá allir í fasta svefni og áttu eigi von á þess- um gestum. Það á ekki við, að ég lýsi viðtökunum þar, en einna lengst mun ég muna andlitið á gamla manninum, tengdaföður mín- um, þar sem hann lá nývakinn í rúmi sínu og þegjandi góðan tíma, eftir að við komum inn. Það varð nú lítið úr verki fyrsta daginn. Þó fór ég upp á bæjar- fjailið til að litast um. Fjallið er hátt, bratt og vaxið grasi, Iyngi, víði og smákjarri. Ég sezt og hvíli mig á einhverjum álitlegasta blcttinum. Bærinn er fyr.ir neðan, skammt frá fjaliinu. Á, scm Kálfsá heitir, steyoist t gljúfri ofan fjallið og rennur skammt fyrir sr.p.n.an bæinn niður í SkjálfandafIjót, sem er skammt fyrir neðan 44 Goðastemn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.