Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 51

Goðasteinn - 01.03.1967, Síða 51
þó þeir felldu sig ekki vel við grasið, tjölduðum, hituðum og átum. Ég fcr ekkcrt út í að lýsa bústað Eyvindar eða tilfinningum, scm vöknuðu við hann, en segi það eitt, að mér verður sá staður minni- legastur, vildi sízt hafa orðið af því að sjá hann. Og ég vildi ráð- leggja hverjum, sem gæti, að skoða hann, ekki sízt þeim, sem eru hugsjúkir af smámunum, geri ráð fyrir, að það yrði mörgum góð lækningaferð. Við förum úr verinu kl. 12, yfir Hreysiskvísl og innan skamms fram hjá Fremra-Hreysi og að Þúfuverskvísl. Þá kvísl kallar Þórður Flóventsson Illukvísl, og fannst okkur það réttnefni. Hún var í vexti, eins og öll vötn þá. Hún er ekki breið en stórgrýtt og svo kötlótt, að óhætt er að segja, að hún væri í miðjan legg og á lend á sömu hestlengdinni. Ég er enginn vatnahestur og þorði því ekki að ríða hana á óvönum hesti, sem ég var þá á, en allir hestar tapaðir út í, áður en ég gætti að. Bið þá félaga að færa mér annan. Bræðurnir komu með hestinn, en heyrt hefi ég, að Skúli hafi sagt: „Ég trúi, að mig langi nú ekki yfir aftur“. Á þessu getið þið séð, hvernig kvíslin hefir verið. Við höldum svo áfram, niður Holtamannaafrétt skammt frá Þjórsá, fram hjá Sóleyjarhöfða, því Þjórsá var ófær, áðum tvisvar, ofurlítið, og komum í Hvanngil kl. 9 um kvöldið. Þar var ágætur hagi. Þar vórum við til kl. 6 morgunninn eftir. Vórum þá nýir mcnn, þvegnir og fágaðir. Komið var lygnt og gott veður, og afrétt- ur Gnúpverja blasir við, utan Þjórsár, fallegur og fjármargur. Við förum austur að Köldukvísl, ofan við Búðarháls, stönzum lítið eitt á Klifshagavöllum, förum svo niður með Köldukvísl að Tungná og svo mcð henni að flutningnum. Báturinn er fyrir innan, eins og um var beðið og því tekið til óspilltra málanna með að flytja. Frá Tungná förum við kl. 11V2. f Áfangagil þurfum við að koma og fá hádegiskaffið. Þaðan fórum við, sem leið liggur, að Galtalæk. Heilsaði blessuð sveitin þá svo, að við höfðum aldrei séð þar ann- að eins gras. Húsbóndinn á Galtalæk var kominn norður fyrir tún, svo það væri víst, að við færum ekki fram hjá. Þá var kl. 4, og höfðum við vcrið 50 klst. og 3 mín. á milli bæja. Eftir alla hress- inguna á Galtalæk hefðum við vel getað lagt norður aftur, þó ekkert yrði úr því, heldur kvöddum við Þórð, þenna skemmtilega Goðasteinn 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.