Goðasteinn - 01.03.1967, Page 77

Goðasteinn - 01.03.1967, Page 77
út frá bænum, nema gömul kona, sem annaðist um kvöldmjaltir, og Hannes, þá á barnsaldri. Kýrnar voru á bcit austur undir Lómanúp og fór Hannes að sækja þær, er nálgaðist mjaltatíma. Á heimleið sá Hannes búferlalest koma austan Leiru, klyfjahesta undir ýmsum búshlutum, ríðandi menn, karla og konur, og ungbörn í kláfum, er silaðir voru upp á reiðingshest. Lestin nam staðar við skriðu, skammt austan við túnið á Núps- stað. Var þar áð um stund, hestar gripu í haga og klyfjar voru lag- aðar á hestum. Hannes fór þarna mjög nálægt. Heyrði hann tal manna og grát ungbarna. Var m. a. um það rætt, að næra þyrfti börnin, áður en lengra væri farið. Hannes var hlédrægur við ókunn- uga og fór heldur á svig við hópinn. Óvenjulegt var að sjá búferla- lest á ferð á þessum tíma. Lestin tók sig upp eftir nokkra dvöl og hélt vestur á bóginn. Leið hennar hlaut að liggja rétt hjá sláttufólkinu frá Núpsstað, en þar var gatan auð og tóm allt kvöldið. Er þar skemmst frá að segja, að hvergi sást til ferða þessa fólks í Fijótshverfi, hvorki á Rauða- bergi eða á bæjunum fyrir utan Djúpá, engu líkara en jörðin hefði gleypt það. Skráð eftir Hannesi Jónssyni á Núpsstað. V ÁLAGASTAÐIR 1 YTRI-SKÓGUM Klukkhóll eða Klukkuskákarhóll er í túninu í Ytri-Skógum, skammt til landsuðurs frá bænum og lækkar ár frá ári, vegna lækjar- framburðar. Sagt er, að nafn hólsins sé leitt af því, að einhvern tíma hafi heyrzt í honum klukknahljóð. Strangt bann lá við því að slá hann. Séra Gísli Kjartansson gerði það þó einu sinni, þegar hann var heima hjá föður sínum í Skógum. Veturinn eftir drukknaði reiðhestur séra Kjartans í for heima við bæinn, og ein bezta kýrin í fjósinu fótbrotnaði af engri orsök, cr séð varð. Austur frá bænum í Skógum er svonefndur Fauskadalur sunnan í heiðarbrúninni, fyrir austan Ingimund. Ekki mátti slá dalinn, og þá sjaldan það var gert, vildi heyið fjúka. Vigfús Þórarinsson bóndi Goðasteinn 75

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.