Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 77

Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 77
út frá bænum, nema gömul kona, sem annaðist um kvöldmjaltir, og Hannes, þá á barnsaldri. Kýrnar voru á bcit austur undir Lómanúp og fór Hannes að sækja þær, er nálgaðist mjaltatíma. Á heimleið sá Hannes búferlalest koma austan Leiru, klyfjahesta undir ýmsum búshlutum, ríðandi menn, karla og konur, og ungbörn í kláfum, er silaðir voru upp á reiðingshest. Lestin nam staðar við skriðu, skammt austan við túnið á Núps- stað. Var þar áð um stund, hestar gripu í haga og klyfjar voru lag- aðar á hestum. Hannes fór þarna mjög nálægt. Heyrði hann tal manna og grát ungbarna. Var m. a. um það rætt, að næra þyrfti börnin, áður en lengra væri farið. Hannes var hlédrægur við ókunn- uga og fór heldur á svig við hópinn. Óvenjulegt var að sjá búferla- lest á ferð á þessum tíma. Lestin tók sig upp eftir nokkra dvöl og hélt vestur á bóginn. Leið hennar hlaut að liggja rétt hjá sláttufólkinu frá Núpsstað, en þar var gatan auð og tóm allt kvöldið. Er þar skemmst frá að segja, að hvergi sást til ferða þessa fólks í Fijótshverfi, hvorki á Rauða- bergi eða á bæjunum fyrir utan Djúpá, engu líkara en jörðin hefði gleypt það. Skráð eftir Hannesi Jónssyni á Núpsstað. V ÁLAGASTAÐIR 1 YTRI-SKÓGUM Klukkhóll eða Klukkuskákarhóll er í túninu í Ytri-Skógum, skammt til landsuðurs frá bænum og lækkar ár frá ári, vegna lækjar- framburðar. Sagt er, að nafn hólsins sé leitt af því, að einhvern tíma hafi heyrzt í honum klukknahljóð. Strangt bann lá við því að slá hann. Séra Gísli Kjartansson gerði það þó einu sinni, þegar hann var heima hjá föður sínum í Skógum. Veturinn eftir drukknaði reiðhestur séra Kjartans í for heima við bæinn, og ein bezta kýrin í fjósinu fótbrotnaði af engri orsök, cr séð varð. Austur frá bænum í Skógum er svonefndur Fauskadalur sunnan í heiðarbrúninni, fyrir austan Ingimund. Ekki mátti slá dalinn, og þá sjaldan það var gert, vildi heyið fjúka. Vigfús Þórarinsson bóndi Goðasteinn 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.