Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 80

Goðasteinn - 01.03.1967, Qupperneq 80
til svartsýni, því að með hverju árinu sem líður, stækkar sú spilda,. sem bjargað er frá uppblæstri og eyðingu. Það vantar aðeins meiri aðgerðir, stærra átak og fjörþættara starf fleiri manna til að snúa vörn í sókn og gera ísland að betra og fegurra landi en það er. Náttúran er gjöful, og jörðin skilar því aftur margföldu, sem til hennar er lagt. Einhver mesta opinberun, sem ég hef orðið fyrir, birtist mér fyrir rúmlega áratug. Þá var sáð grasfræi í hundrað hektara lands á Skógasandi, þar sem auðnin og kyrrstaðan hafði ríkt um aldir. En á aðeins örfáum vikum eftir sáninguna breyttist þessi svarti og lífvana sandur í græna, samfellda breiðu af bylgj- andi grasi. Sú sjón mun seint úr minni líða. Þetta er hægt á íslandi, og þetta er nú gert með góðum árangri víða um land. En sárin foldar eru svo mörg og stór, að litlu munar enn. Samt styrkist lífs- trú okkar og bjartsýni með hverjum reit, sem hrifinn er úr greip- um eyðingaraflanna og tekinn í þjónustu lífsins og fegurðarinnar. Eitt mesta böl, sem dunið hefur yfir gróðurríki landsins, var eyðing skóganna á liðnum öldum. Er þeir voru burtu, náði upp- blástur og landeyðing yfirhöndinni, þar sem áður var græn og gróin jörð. Það er gamall og nýr sannleikur, að hægara sé að rífa niður en byggja upp, og sannast það á skóginum. Samt er það staðreynd, að skógur getur þrifizt í landinu, til ómetanlegrar blessunar fyrir allan annan gróður. Nokkuð hefur þegar verið unnið' á sviði skógræktar. Margir fórnfúsir hugsjónamenn hafa þar lagt á brattan og ekki hikað við að snúast gegn vantrú fjöldans. Starf þcirra hefur borið góðan ávöxt. En samt bíða í skógræktarmálum okkar gífurleg verkefni, sem okkur er nauðsyn að sinna af alúð og atorku. Hvers landið og þjóðin hafa farið á mis við með eyðingu skóg- anna, skynjum við fyrst með fullum þunga, er við reikum um gróðursæl, skjólrík rjóður í Hallormsstaðaskógi, Vaglaskógi eða hér inn á Þórsmörk. Að gista þessa staði er eins og að koma í annan heim. Svo gjörólíkt er það auðninni og berangrinum hvarvetna fyrir utan. Það er sannkölluð opinberun þess fagnaðarerindis náttúrunn- ar, hvernig fsland var og hvernig það getur orðið í framtíðinni, ef við rækjum skyldur við það og komandi kynslóðir. Við eigum því mikið og göfugt verkefni framundan, þar sem hver og cinn þarf 78 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.