Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 87

Goðasteinn - 01.03.1967, Blaðsíða 87
ekki er mér kunnugt um, hvar handrit Símonar eru nú varðveitt- Engu að síður eru ljóð þessi ágætt sýnishorn alþýðukveðskapar um og eftir síðustu aldamót og sem slík vel þess virði að forða þeim frá gleymsku. Birtast hér á eftir nokkur sýnishorn af ljóðagerð' Símonar. Hef ég tekið þann kostinn að velja brot úr sumum kvæð- unum fremur en að birta löng ljóð óstytt. Tel ég, að það gefi gleggri mynd af efnisvali og skáldskap höfundarins og valdi hans yfir bragarháttum. Með kvæðasyrpu Símonar hefur Eyvindur heitinn ritað eftirfar- andi formála, þar sem hann gerir grein fyrir ætt og ævi skáldsins í fáum orðum: „Höfundur þessara kvæða, Símon Ólafsson, var fæddur að Stíflu- í Vestur-Landeyjum árið 1842. Foreldrar hans voru Ólafur Símonar- son frá Lágafelli, Þorsteinssonar frá Ljótarstöðum og Margrét Þórð- ardóttir frá Moldnúp undir Eyjafjöllum, Pálssonar frá Miðkrika í Hvolhreppi, en faðir Páls var séra Þórður Pálsson, prestur til Meðallandsþinga frá 1708, en hann var sjöundi maður frá Jóni Lang, sem féll í Grundarbardaga 1362. Símon missti ungur föður sinn og ólst upp hjá vandalausum við óblíð kjör, en snemma þótti hann gáfaður og bókhneigður mjög, en var auðvitað ekki til mennta settur og átti lítinn kost á að svala fróðleiksþránni. Síðan var hann allmörg ár vinnumaður í Hlíðar- endakoti, þar til hann giftist árið 1873 Sesselju Einarsdóttur frá Strandarhöfði í Vestur-Landeyjum. Þau fóru að búa í Bollakoti og bjuggu þar mörg ár, áttu tvö börn, ísleif, sem dó ungur og Jóhönnu, sem dó rúmlega tvítug 1895, einstaklega efnileg stúlka, sem hann harmaði mjög. Síðan fluttust þau að Butru rétt eftir 1900 og ólu upp Ólaf Einarsson, bróðurson Símonar, og tók hann við búi hjá þeim, en andaðist 1918. Símon andaðist að Butru 3. maí 1923, en kona hans nokkrum vikum fyrr. Símon var mjög hár vexti og svaraði sér vel. Ennið var mikið og hátt, nefið stórt og beint, augun grá og gáfuleg. Fremur var hann toginleitur, hafði sítt og mikið kragaskegg, snjóhvítt, og hár mikið' og þykkt, stýft um eyrun, alhvítt. Allur var maðurinn svipmiki'l og höfðinglegur og sópaði að honum, hvar sem hann var. Smiður var hann góður, bæði á tré og járn“. Goðasteimi 85.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.