Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 6
ingar og geymslu talsvert magn af kjöti fyrir það. En ekki varð
af samkomulagi um flutning sláturhússins frá Djúpadal að Hvols-
velli eins og ýmsir vildu á þeim tíma. Hins vegar hélt Kaupfélagið
áfram að sjá um slátrunina í Djúpadal og var húsnæði aukið þar
og endurbætt frá því sem verið hafði. Á aðalfundi 1942 kom
fram mikill áhugi hjá stjórn og framkvæmdastjóra á því að auka
sjóði félagsins, sem voru léttir eftir kreppuárin. Einnig vildu
menn efla innlánsdeild þess til mikilla muna. Afkoman á árinu
1941 hafði verið góð og því til staðfestingar var samþykkt að
greiða 8% af tekjuafgangi í stofnsjóð og arð til félagsmanna.
Þá var samþykkt að endurskoða lög félagsins og til þess kosnir
Björn Fr. Björnsson, sýslumaður, Sveinn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri, og Sigurþór Ólafsson, formaður félagsstjórnar. Þá
var ákveðið að fjölga um mann í varastjórn og Björn Fr. Björns-
son kosinn, en fyrir var Sigfús Sigurðsson.
Helgi læknir Jónasson baðst undan endurkosningu sem vara-
endurskoðandi og var þá kosinn í hans stað Klemenz Kr. Kristj-
ánsson á Sámsstöðum.
Árið 1942 var mikið framfara- og framkvæmdaár hjá K.H.S.
Reisti það um sumarið stóra vörugeymslu og bifreiðaverkstæði.
Bifvélavirki og forstöðumaður frá upphafi var Þorlákur Sigurjóns-
son og gegnir því starfi enn. Starfsmönnum fjölgaði mjög, verzl-
unin jókst jafnt og þétt og verkefnin urðu sífellt fjölþættari. Þessi
auknu umsvif urðu mjög til þess að skapa atvinnu og sést það
bezt á því, að þetta ár voru byggð þrjú hús og þar af eitt með
tveimur íbúðum í nágrenni Kaupfélagsins. Sama ár var og reist
póst- og símstöðvarhús suður við Austurveginn og samfara þeirri
framkvæmd mun nafnið Hvolsvöllur endanlega hafa festst við
þessa nýju byggð, er um þetta leyti fór að taka á sig nokkurn
þéttbýlissvip.
Þrátt fyrir byggingaframkvæmdir og aðra fjárfestingu hjá
K.H.S. árið 1942, varð afkoman góð og þó enn betri árið 1943.
Nokkra hugmynd um hin auknu umsvif gefur það, að á aðalfundi
1944 kom í Ijós að vörusalan árið á undan nam samtals 2Y2
milljón króna og hafði þá aukizt frá 1942 um 49,3%. Sjóðir voru
efldir og arður greiddur til félagsmanna, sem fjölgaði talsvert með
4
Goðasteinn