Goðasteinn - 01.03.1972, Side 9
vegna þeirrar ákvörðunar Mjólkurbús Flóamanna að taka í sínar
hendur alla mjólkurflutninga úr Rangárvallasýslu, en þá hafði
Kaupfélagið annazt úr austanverðu héraðinu fram til þess. Höfðu
mjólkurbílar þeirra jafnframt flutt vörur frá Reykjavík og Eyrar-
bakka til verzlunarinnar eystra og einnig pöntunarvörur til við-
skiptavina út um allar sveitir.
Stjórn félagsins snerist svo gegn þessum vanda, að hún ákvað
að fyrst um sinn greiddi Kaupfélagið undir vörusendingar er
bílar M.B.F. flyttu fyrir það til viðskiptavina út um sveitir, en
ákvað jafnframt að Kaupfélag Hallgeirseyjar hefði sjálft bíla í
förum með vörur á vissum dögum, einu sinni til tvisvar í viku
út um alla hreppa félagssvæðisins. Voru það svo nefndir pakka-
bílar, er önnuðust þessa flutninga. Einnig kom til umræðu hjá
stjórninni, að keyptur skyldi hálfkassabíll og sótt um leyfi til
áætlanaferða með fólk og farangur. Fékkt leyfið fljótlega og þá
teknar upp fastar ferðir frá Reykjavík austur í Hvolsvöll, Fljóts-
hlíð og Landeyjar.
Þá barst stjórn Kf. Hallgeirseyjar snemma árs bréf frá Sveini
Guðmundssyni framkvæmdastjóra, er þann vetur dvaldist við
framhaídsnám erlendis, þar sem hann sagði iausu starfi sínu við
félagið frá i. maí 1946. Samþykkti stjórnin að fela formanni að
ráðgast við forstjóra S.Í.S. um málið og ieita álits hans á því.
Var staða framkvæmdastjóra fljótlega auglýst og sóttu um hana
fjórir menn. Samkomulag varð um það á stjórnarfundi 8. maí
1946 að ráða Magnús Kristjánsson frá Seljalandi framkvæmda-
stjóra, en hann hafði þá unnið hjá félaginu við afgreiðslu og skrif-
stofustörf frá 1941 og verið staðgengill Sveins Guðmundssonar,
meðan hann dvaldist erlendis. Á aðalfundi Kf. Hallgeirseyjar 12.
maí kvaddi Sveinn Guðmundsson vini og samstarfsmenn og þakk-
aði góða samvinnu þau fimm ár, sem hann hafði verið fram-
kvæmdastjóri. Sigurþór Ólafsson þakkaði fráfarandi framkvæmda-
stjóra vel unnin störf og árnaði honum heilla. Jafnframt bauð
hann nýjan framkvæmdastjóra, Magnús Kristjánsson, velkominn.
Magnús Kristjánsson tók um þetta leyti við framkvæmdastjórn
að fullu og öllu og prókúruumboð félagsins hafði hann haft frá
1. maí 1946. Á aðalfundinum voru lesnir og skýrðir reikningar
Godasteinn
7