Goðasteinn - 01.03.1972, Page 12

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 12
cyjar, Kaupfélagsins „Þófs“ og Kaupfélags Rangæinga til fundar í Hvolsskóla til þcss að ræða um möguleika allra félaganna á sarn- einingu. Á fundinum mættu 6 fulltrúar frá Kf. Hallgeirseyjar, 2 frá Kf. Þór og 7 frá Kf. Rangæinga. Samþykkt var ályktun um að kjósa tvo menn úr stjórn hvers félags til að undirbúa og ræða mál þetta og semja frumdrætti að samkomulagi félaganna, er síðar yrði rætt í stjórnum þeirra og athugað hvort lagt skyldi fyrir aðal- fundi og deildarfundi félaganna. Einnig skyldi forstjóri S.Í.S. hafð- ur með í ráðum. Nýr fundur var svo haldinn um sama mál hinn g. apríl sama ár. Mættu þar Sigurþór Ólafsson, Ölvir Karlsson, Sveinbjörn Högnason, Ólafur H. Guðmundsson, Magnús Kristjánsson, kaup- félagsstjóri og Hallgrímur Jónasson, kaupfélagsstjóri. Einnig Vil- hjálmur Árnason lögfræðingur frá S.f.S. Á fundinum var lagt fram bréf frá stjórnarmönnum Kaupfélagsins „Þórs“, þar sem þeir tjáðu sig ckki geta unnið áfram að sameiningu félaganna fyrir sitt leyti. Þar mcð hafði skapazt nýtt viðhorf, en engu að síður ákvað þessi fundur að vinna bæri eftir megni að sameiningu hinna tveggja, Kf. Hallgeirseyjar og Kf. Rangæinga, byggðri á þeim grundvelli, sem lagður var af stjórnum félaganna beggja árið 1946. Mál þetta var síðan lagt fyrir deildarfundi og aðalfundi félaganna bcggja og samþykkt. Hinn 1. júlí 1948 var haldinn að Laugalandi í Holtum fulltrúa- fundur beggja félaga, þar sem sameining þeirra var formlega og en.danlega gerð og stofnað eitt nýtt félag í stað hinna gömlu tvcggja. Á fundinum mættu formenn félaganna og fulltrúar. Einnig var þar Vilhjálmur Þór, forstjóri S.I.S., Vilhjálmur Jónsson, lög- fræðingur, og Baldvin Þ. Kristjánsson, crindreki. Formaður Kf. Rangæinga, Ölvir Karlsson, setti fund og tilnefndi Sigurþór Ólafsson, formann Kf. Hallgeirseyjar, til að vera fundarstjóra, en hann stakk upp á Þorsteini Þorsteinssyni sem fundarritara. Fund- arstjóri skýrði frá því, sem unnið hafði verið að sameiningu félaganna. Hið sama gerði og Ölvir Karlsson. Fundarstjóri lýsti því næst yfir, að samkvæmt því sem fram hefði komið, væru félögin formlega sameinuð í eitt. Vilhjálmur Árnason lögfræðingur las upp og bar undir fulltrúa 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.