Goðasteinn - 01.03.1972, Side 14
Höíðabrekka í Mýrdal
Dalverjar og Höfðabrekkumenn
Þáttur saminn af Sigfúsi M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeta, stuðst við
bandrit, eign sarna, eftir hinn sagnfróða Sktila Markússon beit. frá
Hjörleifshöfða.
Höfðabrekka í Mýrdal mun vera landnámsjörð, eftir því er
bezt verður séð af Landnámu. Orðrétt segir þar um þetta efni:
„Sigmundur Kleykir son Önundar bílds nam land milli Grímsár,
er rann fyrir vestan Hjörleifshöfða að Kerlingardalsá, scm þá
rann út í Kerlingarfjörðinn.“ Af þessu má sjá, að Sigmundur
Kleykir hefir numið allt Kerlingardals- og Höfðabrekkuland, og
er það dágóð spilda. Þótt ckki sé beint getið í Landnámu, hvar
Sigmundur Kleykir reisti bæ sinn, verður að teljast líklegt, að
það hafi verið á Höfðabrekku, þar sem gamli bærinn stóð. Á
landnámsöld gekk fjörður inn að Skiphelli, sem var fast við túnið
á gömlu Höfðabrekku, en þar voru skipin geymd í luktu nausti.
Bærinn á Höfðabrekku var vel í sveit settur, víðáttumiklar engjar
og heyskapur mjög mikill, eins og ávallt á Höfðabrekku, áður
en Katla umturnaði öllu. Á Höfðabrekku hcfur því verið fýsilegt
að búa á landnámstíð og óvíða betra. Fyrir Kötlugosið mikla 1660
lágu allar slægjur, tún og engjar fyrir framan bæinn, þar sem nú
er eyðisandur. Fyrir norðaustan bæinn á Höfðabrekku var skógi-
vaxinn háls, sem kallaður var Múlinn. Múlinn gekk úr Höfða-
brekkufjalli austur á Sandinn að svonefndu Höfðaskarði, sem var
næstum miðja vegu milli Höfðabrekku og Hjörleifshöfða. Norðan
við Múlann rann hin gamla Múlakvísl, sem átti upptök sín í
12
Goðasteinn