Goðasteinn - 01.03.1972, Side 17

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 17
Gnúpur scldi mörgum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur að Höfða- brekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir að Tjaldavelli. Vémund- ur son Sigmundar Kleykis leyfði þeim þar eigi vist, fóru þcir þá í Hrossagarð og gerðu sér skála þar.“ Af þessari frásög.n sést, að Sigmundur hefur búið að Höfðabrekku, þegar Molda-Gnúpur flýði undan jarðeldinum úr Álftaveri, því þegar hann var rekinn frá Tjaldavöllum, sem nú heitir Búðardalur, hefur hann beðið Sig- mund leyfis, að rnega byggja sér skála í Hrossagörðum. Þegar þetta gerðist, hefur Vémundur sonur Sigmundar verið farinn að búa í Keriingardal, og þá mun Búðardalurinn hafa legið undir Kerlingardalinn með Höfðabrekkuhálsinum. Hefir Vémundur verið fullvaxinn maður er þetta gerðist. Þorvaldur Thoroddsen telur, að Kötlugosið 894 hafi verið jarð- eidur sá, er Landnáma getur um og Moida-Gnúpur flýði undan. Séra Jón Steingrímsson segir, að í þessu gosi hafi eyðilagzt allt gróðurlendi frá Hafursey og austur að Hólmsá og upp undir jökul. Gosið tók af byggð alla fyrir ofan Áiftaver, allt Dynskógahverfið, en eigi mun þetta hlaup hafa tekið af Álftaverið sjálft. Næst getur sagan um mann, er Þorleifur hét, kallaður jarlaskáld, cr keypti land á Höfðabrekku og bjó þar. Þorleifur var yngsti sonur Ásgeirs Rauðfeldar, er bjó á Brekku í Svarfaðardal á ofan- verðum dögum Hákonar Hlaðajarls. Þórhildur móðir Þorleifs var systir Miðfjarðar-Skeggja, og hjá honum var Þorleifur í fóstri tii 18 ára aldurs. Þorleifur jarlaskáld var hinn mesti atgerfismaður um allar íþróttir og skáld gott, og er til af honum mikil saga, sem eigi verður rakin hér. Kona hans er sögð hafa verið Auður Þórð- ardóttir frá Skógum undir Eyjafjöllum, af ætt Þrasa gamla í Skógum, og bjuggu þau hjón að Höfðabrekku. Ekki er getið barna þcirra hjóna, en tímans vegna geta það hafa verið afkomcndur þeirra, er sátu á Höfðabrekku, þegar FIosi Þórðarson á Svínafellí gisti þar árið 1011 og var á leiðinni til þings eftir víg Höskuldar Hvítanessgoða. Þá bjó á Höfðabrekku Þorgrímur Skrauti, Þor- kelssonar hins Fagra. Enn í dag þykir sem Mýrdælingar kafni ekki undir þessum íburðarmiklu nöfnum forfeðranna. Nú verður allmikil eyða í ábúendatalið á þessari vildisjörð, verður ekki vit- Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.