Goðasteinn - 01.03.1972, Page 20

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 20
konu hans, Eiríksdóttur var Einar, er sýslumaður var einnig í Skaftafellssýslu. Eyjólfur lögmaður Einarsson er talinn hafa haft lögsögu fram til 1495, en tók við 1480.. Einar Eyjólfsson kvæntist Hólmfríði Erlendsdóttur, er kölluð var hin ríka, Erlendssonar sýslumanns í Rangárvallasýslu, móðir Erlendar var Hallbera Sölmundardóttir í Teigi, sem sagt var, að hafi erft eftir foreldra sína og aðra ættmenn allar bændaeignir í Fljótshlíð. Erlendur eldri var Narfason, Vigfússonar, er kvæntur var dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar. Erlendungar eða Kol- beinsstaðamenn voru einhverjir mestu valdamenn sinnar tíðar hér á landi. Bræður Hólmfríðar í Dal voru Þorvarður hirðstjóri og lögmaður og Vigfús sýslumaður á Hiíðarenda og lögmaður. Móðir þeirra (kona Erlendar) var Guðríður Þorvarðardóttir á Möðru- völlum, Loptssonar hins ríka. Kona Þorvarðar var Margrét dóttir Vigfúsar Hólm hirðstjóra. Hólmfríður í Dal, sem kölluð var hin ríka, kemur allra kvenna mest við skjöl. Hér gefst ekki rúm til að rekja það nánar. Hólm- fríður í Dal hefir verið stórlát og ríkilát mjög, og virðist henni hafa svipað í ýmsu til afasystur sinnar Ólafar ríku Loptsdóttur, og víst er það, að hún lét ekki hlut sinn fyrir bræðrum sínum, er miklir voru fyrir sér, né öðrum. Hún átti tíðum í málaferlum og mál urðu miili hennar og bræðra hennar út af skiptum af Möðru- vallaarfi. Hin miklu svokölluðu Möðruvallamál verða ekki rakin hér. Um þau hefur Klemens Jónsson skrifað ýtarlega. Þess skal aðeins getið, að dómur var kveðinn upp í lögréttu 1507 um af- hendingu Möðruvallaarfs til systkinanna. Meðal hinna miklu jarð- eigna, er þeim bættust nú, sem voru þó ærið miklar fyrir, voru Engey, Laugarnes og Brautarholt og fleiri stóreignir sunnanlands. Seinna voru Möðruvallamál tekin upp á ný 10 árum eftir dauða Hólmfríðar og voru þá framannefndar jarðir og fleiri dæmdar af ættingjum Hólmfríðar. Á hvern veg, sem eignaskiptin hafa að öðru ieyti farið, þá er víst, að ýmsar af áðurnefndu jörðum voru áfram í eign Erlendunga. Einar Eyjólfsson var um tíma sýslumaður í Skaftafellssýslu og gegndi lögmannscmbætti skamma stund. Hann hefir verið frið- samur höfðingi og eigi hefir hann viljað beygja sig undir vald 18 Godaste'mn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.