Goðasteinn - 01.03.1972, Page 21

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 21
biskups íremur en Eyjólfur sonur hans eins og sést af bréflegum samningi, sem gjörður var í millum Hólmfríðar og Ögmundar Pálssonar síðar biskups í uinboði Stefáns biskups eftir lát Einars varðandi eignarjörð þeirra hjóna - Auðsholt. Einar lézt 1515. Mikiil auður hefir verið í búi þeirra Einars og Hólmfríðar í Dal og sést það af fjárskiptabréfi milli Hólmfríðar húsfreyju og Eyjólfs sonar hennar og systkina hans. Fjárskiptabréfið er enn- þá til. Var Hólmfríður málakona í garð Einars. Hálfur annar tugur jarða hefir fallið í hennar hlut, þar á meðal stórjarðir eins og Brautarholt á Kjalarnesi og Sandgerði og hálf jörðin Holt á Síðu. Er það of langt mál að lýsa þessu skiptabréfi nánar. Höfuð- bólunum Stóradal og Höfðabrekku héldu Eyjólfur og systkini hans auk fjölda annarra jarða. Sennilegt er, að Einar og Hólm- fríður í Dal hafi haft bú á Höfðabrekku og jafnvel setið þar öðru hvoru. Hólmfríður ríka giftist eftir lát manns síns Jóni Hallssyni, er talinn er hafa verið sveinn Erlendar sýslumanns Erlendssonar. Jón varð sýslumaður í Rangárvallasýslu 1522. Hann hefir látizt skömmu eftir 1537. Hann var talinn skáld gott. Jón og Hólmfríður bjuggu í Eyvindarmála og Næfurholti; þá jörð gaf Hólmfríður Jóni. Sem dæmi um hið mikla álit og traust, er borið var til Hólm- íríðar Erlendsdóttur, er kunn var sem mesti kvenskörungur sinnar tíðar, var að hún var skipuð fjárhaldsmaður barna Vigfúsar sýslu- manns bróður síns af síðara hjónabandi, er andaðist erlendis 1521 eða 1522. Hún vildi losna við umboðið, en tylftardómur, dæmdur á Alþingi 1522, þóttist ekki geta leyst hana frá umboðinu. Páll Vigfússon sýslumaður og Anna á Stóruborg voru börn Vigfúsar af fyrra hjónabandi. Systkinin Vigfús sýslumaður Erlendsson og Hólmfríður systir hans, sem bæði voru ráðrík og skapstór, deildu svo mjög, að til vopnaskipta kom milli manna þeirra. Deilur voru og uppi milli Hólmfríðar og Eyjólfs jungherra, sonar hennar, en Ögmundur biskup átti þátt í því að þau sættust og einnig sætti hann þau Hólmfríði og Pál Vigfússon lögmann, bróðurson hennar, er áttu í deilum. Hér verður ekki gerð nánari grein fyrir þeim dómum og bréfa- Godasteim? 19

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.