Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 24

Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 24
Jórunn Guðmundsdóttir (Höfðabrekku Jóka) var kona Vigfús- ar. Miklar sagnir og hinar fáránlegustu hafa myndast um hana. Ekki er ósennilegt, að Jórunn sé einmitt sama konan og getur um í „Undrum íslands“ eftir Gísla biskup. Segir þar frá giftri konu, er hafist við í úthýsi og hafi hún hjá sér þjónustustúlku, sem sýnir, að hún hafi verið heldri kona. Ennfremur segir, að hún hafi stjórnað heimili sínu. Mataræði hennar var þannig hátt- að, að hún nærðist ekki á öðru en mjólk úr dökkleitri kú. Hún mun hafa verið á sífelldu göltri um allan Mýrdal og inn til fjalla. Hliðstæð dæmi þekkjast um geðveikt fólk. Þjóðtrúin tók Jórunni ekki mildum tökum fremur en Stokkseyrar Dísu, en báðar hafa þessar konur verið kvenskörungar og ríkilátar og alþýðu manna uppsigað við þær. Árni Óla, hinn þjóðkunni fróðleiksmaður, hefir skrifað um Stokkseyrar Dísu og sannarlega borið blak af henni og kveðið niður sögurnar um hana sem hreinustu bábiljur, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að Þórdís hafi verið ágætiskona, sem ekki hafi gert ketti mein hvað þá meira. Sama er líklega hægt að segja um Höfðabrekku Jóku. Það er skoðun sumra, að Kötlu- gjá hafi gert út af við Jórunni húsfreyju 1660, þegar bæinn á Höfðabrekku tók af fyrir vatni og sandi. Jórunn Guðmundsdóttir var stórættuð. Faðir hennar var bróðir Orms sýslumanns í Eyj- um, voru þeir synir Vigfúsar Jónssonar en Jón var bróðir Alexíus- ar ábóta í Viðey. í móðurætt var hún komin af Eggerti lögmanni Hannessyni og Birni Guðnasyni sýslumanni í Ögri. Vigfús Jónsson sýslumaður í Kjósarsýslu, afi Jórunnar, var talinn ofbeldismaður. Kona hans var Ragnhildur dóttir Þórðar lögmanns Guðmundssonar. Þjóðsagan um Jórunni og Guðmund Þorvaldsson, er Ólöf dóttir Jórunnar hafði fest ástarhug á og Jórunn heitaðist við, verður ekki rakin hér, en Ólöf Vigfúsdóttir hafði átta mánuðum áður en hún átti launbarnið með Guðmundi, svarið fyrir alla karlmenn af ótta við móður sína og var það eigi dæmt meinsæri, því að þá, 1651, hafði Brynjólfur biskup, sem var aldavinur Höfðabrekku- fólks og einkum Jórunnar húsfreyju, látið lesa upp í lögréttu og í kirkjunni á Höfðabrekku ritgerð sína um meðgöngutíma kvenna. Ólöf mun hafa verið látin sverja í áheyrn safnaðarins og gerðist 22 Godasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.