Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 25

Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 25
þetta um það bil áratug áður en samskonar atburðir áttu sér stað í Skálholtskirkju, þegar Ragnheiður Brynjólfsdóttir sér sinn eið. ísleifur Magnússon bjó í tvíbýli við Vigfús bróður sinn á Höfðabrekku. Kona ísleifs var Helga Erlendsdóttir, Þorvarðar- sonar á Suður-Reykjum. Þorvarður var Þórólfsson, Eyjólfssonar á Hjalla og Ásdísar, systur Ögmundar biskups. Gosið 1660 tók af Höfðabrekkubæina, hafði bærinn áður staðið niðri á sléttlendinu, þar sem allt var umvafið grasi. Hlaupið eyddi allar engjar og túnin og var þar síðar ægisandur. Bræðurnir fluttu þá til Hallgríms bróður síns í Kerlingardal og dvöldust þar með allt sitt, unz búið var að byggja nýjan bæ uppi á brúninni, þar sem hann var til skamms tíma. Heyskapur hafði verið svo góður á jörðinni, að annar bræðranna hafði 13 og hinn 14 kýr auk ann- ars fénaðar. 1 máldaga frá 1575 segir, að Höfðabrekkukirkja eigi 8 kýr, 40 ásauðar og tvö hundruð í köplum, fasta góss 100, garð- urinn allur, hundrað hundraða. Jörðin var sett niður eftir gosið 1580 í 80 hundr. En eftir gosið 1660 var hún sett niður í 40 hundr. og hafði því verð jarðarinnar lækkað um rúman helming á tæpri öld. Sonur ísleifs Magnússonar og konu hans, Helgu Erlendsdóttur, var Magnús ísleifsson bóndi á Höfðabrekku. Hann var kvæntur Guðríði Pétursdóttur, Gissurarsonar prests á Ofanleiti. Sr. Pétur var í föðurætt af norðlenzkri prestaætt og systursonur Arngríms lærða. Feðgarnir ísleifur Magnússon, d. 1689, og Magnús sonur hans, f. um 1646, voru báðir lögréttumenn. Magnús bjó á Höfðabrekku, en fluttist seinna að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Frá honum er komin Seljalandsættin. Helga dóttir hans giftist Runólfi Jónssyni, cr kominn var af hinni merku Steinsmýrarætt. í ættartölu frá Jóni Sigurðssyni í Steinum segir, að Runólfur hafi verið dóttursonur Vigfúsar á Höfðabrekku, en það er ekki talið víst. Sigurður sýslumaður Stefánsson segir m. a. um Kötlugosið 1721, að það hafi eyðilagt svo land og eigur hins atorkusama og góð- fræga Höfðabrekkubónda og eiganda, Runólfs Jónssonar, „að hann vildi gefa sig fyrir ekkert frá þessari óðalsjörð sinni, ef sá er við henni tæki héldi við hefð og magt því sem hann og fyrri Godastewn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.