Goðasteinn - 01.03.1972, Page 26

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 26
eigendur hefðu upp á kirkjuna og garðinn kostað". Jón biskup Árnason í Skálholti bjargaði þessu máii „því að svo mikils mat hann við Höfðabrekkubændur hversu vel og heiðarlega þeim hafði farizt við kirkju sína og hana byggt alveg að nýju, eftir að hún fórst í hlaupinu 1660 og til hennar keypt skrúða og sérhvað, er hún þurfti og ekkert þar fyrir uppborið.“ Lét biskup Runólf vera kvittan fyrir viðhaldskostnaði kirkjunnar, skyldi hér eftir eigi fylgja jörðinni nema 5 og hálft kúgildi, en presturinn skyldi þá árlega fá ellefu fjórðunga smjörs. 1743 var jörðin sett niður úr 40 hndr. í 25 hndr. Jón Runólfsson lögréttumaður var síðasti ábúandinn á Höfða- brekku af Dalverja- cða Höfðabrekkuættinni. Hann var bróðir Guðmundar Runólfssonar sýslumanns í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Séra Jón Steingrímsson segir í ævisögu sinni um nafna sinn á Höfðabrekku, „að hann hafi verið tryggur maður og trúfastur“. Sonum hans kenndi séra Jón undir skóla. Varð séra Jón Jónsson, Runólfssonar, tengdasonur séra Jóns Steingrímssonar. Bræðurnir, er báðir urðu prestar, seidu jörðina úr ætt. Enn hafði Höfðabrekka orðið fyrir miklu áfalli af Kötlugosinu 1755, tók þá af allar graslendisbrekkurnar neðan undir Höfða- brekkufjalli. Höfðabrekka rétti sig til muna við aftur og ætíð mun hún talin vildisjörð, þrátt fyrir afföllin miklu og kemur þar margt til. Víðáttumikil afréttarlönd, Höfðabrekkuafréttur, fylgdu jörðinni, einnig stór rekafjara og fuglatekja í Höfðabrekkufjalli. Samkvæmt jarðamati 1922 er landverð jarðarinnar 82 hundruð. Tala seinni ábúenda verður eigi rakin hér. Á Höfðabrekku hafa jafnan búið merkir menn, athafnasamir og verið stoð sveitar sinnar og er svo enn. Þar hafa búið umboðsmenn og sýslumenn. Á Höfðabrekku bjó Magnús sýslumaður faðir Magnúsar Stephen- sen landshöfðingja, er þar var fæddur. Einnig bjó þar Kristján Kristjánsson síðar amtmaður, meðan hann var sýslumaður Skapt- fellinga. Fleiri sýslumenn hafa búið þar. Á Höfðabrekku er Einar Ólafur Svcinsson prófessor fæddur. Eyjólfi Guðmundssyni, bónda og rithöfundi á Hvoli í Mýrdal, 24 Goðaste'vvi

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.