Goðasteinn - 01.03.1972, Side 28

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 28
Jón Jónsson: Kársstaðir 1 Landbroti Byggó í Landbroti. Það cr mjtig athyglisvert, að ekki skuli vera minnst á byggð í Landbroti í Landnámu, þegar getið er landnáms í Fljótshverti og á Síðu. Menn hafa velt þessu fyrir sér og jafnvel talið orsökina vera þá að hraun það, sem Landbrotsbyggðin stendur á, hafi runn- ið á landnámsöld. Fyrir nokkrum árum var sýnt fram á að hraunið er miklu eldra og a. m. k. 2000 ára. Niðurstaða síðustu rannsókna á þessu sviði sýna hins vegar að hraunið er runnið fyrir meira en 4000 árum. Hefur svæðið því verið byggilegt á landnámsöld ncma einhverjar nú óþekktar orsakir komi til. Byggðar í Landbroti er hins vegar getið m. a. í Njálu. Verður þetta spursmál ekki nánar rætt að þessu sinni. Kársstaðir. Meðal þeirra bæja, sem horfnir eru úr tölu byggðra bóla á Is- landi, cru Kársstaðir í Landbroti, cn sá bær var milli Ásgarðs og Hátúna. Þegar foreldrar mínir fluttu þaðan 1950, beygð af elli og þrotin kröftum eftir strit allt frá barnæsku, þá var saga byggðar á Kárs- ftöðum öll. Hvenær þar hófst byggð er ekki vitað. Jörðin var keypt og og sameinuð Ásgarði líklega nálægt eða laust eftir síðustu aldamót. Síðasti bœrinn. Bærinn á Kársstöðum stóð sunnan í hæðardragi, og sneru húsin móti suðri. Bakvið þau var húsagarður, sem gerði að verkum að þau voru að nokkru leyti sem grafin iiin í hæðina. Fyrir framan húsin voru kálgarðar, sem svo voru nefndir, enda þótt í þeim væru svo til eingöngu ræktaðar kartöflur. 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.