Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 30
Yfirlitsmynd yfir Kársstaði. Sér á Landbrotsvötn og Syngjanda.
hliðar við eldstæði, og á honum skjól, sem bcindi reyknum út.
Þurfti og að snúa því eftir vindátt svo ekki slægi niður í stromp-
inn og eldhúsið fvlltist af reyk. I eldhúsinu var eldiviður geymdui:,
en það var raunar enginn viður heldur nær eingöngu tað. Þar
var kjöt og grjúpán reykt og kartöflur og rófur geymdar í gryfju
í gólfinu. Innangengt var í eldhúsið úr bæjardyrunum, sem voru
næst í húsaröðinni. Þar voru stutt göng á milli. Bæjardyrnar, en
svo hét það hús allt, voru mun stærri en eldhúsið. Þær voru með
standþili úr tré niður úr. Um þilið þvert var hengd ,,festi“ úr
sauðarvölum, sem borað hafði verið í gegnum og þræddar upp á
band, mun eldri bróðir minn Jón (f 1929) hafa útbúið þetta skraut,
sem ekki er annað eftir af en ein vala, sem er í mínum fórum.
Bæjardyrnar voru ,,jarðarhús“, þ. e. fylgdu jörðinni, sem eign
jarðeiganda. Þó mun hann ekki hafa verið skyldur að halda þeim
við. í bæjardyrunum voru geymd matvæli, einkum súrt slátur og
mjöl í tunnum. Bekkur var þar á eina hlið til þess að vinna við,
taka til mjöl o. s. frv. Ekkert þessara húsa, sem nú hafa verið
talin, voru þiljuð að innan og öll voru þau með moldargólfi,
veggjum hlöðnum úr hraungrjóti, og á þakinu aðeins torf. Geta
má því nærri, að þetta lak í rigningum og þurfti ekki skaftfellskar
stórrigningar til.
28
Goðaste'tnn