Goðasteinn - 01.03.1972, Page 34
sér Guðjón, að eitthvað er að koma sunnan ána og er að smá-
færast að aftasta hestinum, en þá var báturinn að koma að landi.
Ekki sakaði hestinn, og þetta hvarf um svipað leyti og báturinn
lenti við austurbakkann. Lýsingu Guðjóns á þessu bar heim við
það, sem ég hafði séð. Meðal þeirra, sem ferjaðir voru í þetta sinn,
var Tyrfingur Björnsson þá bóndi á Bryggjum í Austur-Landeyj-
um, síðar bóndi og oddviti í Hávarðarkoti í Djúpárhreppi, mikill
heiðurs- og gæðamaður. Hafði hann sagt við þetta tækifæri, að
nú hefði hann fréttir að færa.
Einu sinni var það á þessu tímabili, er tvær konur voru að
skola þvott austur við á, dáiítið sunnar, að þær sjá eitthvað ein-
kennilegt vera að lóna dálitla stund í aðalálnum. Um svipað leyti
kom ég að ferjustaðnum til að ferja Margréti Guðlaugsdóttur frá
Fljótshólum yfir ána. í bakaleið lenti ég með bátinn sunnar og
hitti konurnar, þegar ég dró bátinn upp með bakkanum. Voru þær
alveg hissa, að við skyldum þora að fara út á ána, en við höfðum
þá ekkert séð.
Einu sinni var faðir minn, jón Þórðarson, að ferja Björn Björns-
son frá Búð yfir ána. Voru þeir komnir yfir ána og drógu bátinn
upp með vestri bakkanum. Sáu þeir þá eitthvað brúnleitt og
kúpumyndað koma upp í ánni. Nokkuð var það fyrirferðamikið.
Það fór upp eftir ánni á móts við þá, lónaði þar dálítinn tíma
og hvarf svo. Þcim var hulið mál, hvað þetta hefði verið.
Skoðun mín er, að þarna hafi verið á ferð fiskur úr sjó. Björgvin
heitinn sýslumaður hafði sagt, að þetta hefðu verið móflúðir, en
móti því mælir, að þetta fór móti straumi. Sverja þyrði ég, að
þetta væru lifandi verur, hvað svo sem það var.
UNDARLEG SÝN
Það var um sumartíma um 1914-1916, að ég var að leita að
kvíám austur á Hólsbökkum. Ytri-Hóll í Landeyjum var þá í eyði,
en nokkrir Austur-Þykkvbæingar höfðu hann til afnota. Ég var
ríðandi, og hesturinn hét Skuggi, þægur og lipur klár, sem ég
hélt upp á.
Ég var kominn að vatninu sunnan við Valalæk, í norðaustur
af efri Hólsbænum, sem nú er (1970) ekki iangt frá Hvannavatni.
32
Godasteinn