Goðasteinn - 01.03.1972, Page 35
Svolciðis hagar til, að þar eru hólmar og djúpt á milli þeirra. Sé
ég þá, að mannshöfuð stendur upp úr vatninu út í miðjum ál á
á að gizka þriggja álna dýpi, svona 15 faðma frá þeim stað, þar
sem ég sat á hestinum. Höfuðið var alskeggjað, ekki stórskorið,
nokkuð toginleitt með nokkuð stórt og bogið nef. Höfuðið var
farið að grána í vöngum, um aídur 40-50 ára, gat verið eldri, bar
sjóhatt á höfði. Hálsinn var líka upp úr vatninu og sneri í straum-
inn. Á þetta horfði ég í nokkrar mínútur, fer síðan suður bakk-
ann svona 100 faðma frá þessum stað, lít þá við og sé ekki neitt.
Fer þá aftur að sama stað, og þá endurtekur þetta sig alveg eins.
Fór svo í þrjú skipti, þar til ég hætti. Ég var hissa að sjá þetta
en ekki hræddur, þá hefði ég ekki farið að athuga það hvað
eftir annað.
Mér hefur dottið í hug, hvort ekki hafi orðið slys á þeim stað,
þar sem ég sá sýnina. Þó nú séu liðin 56 ár eða þar um frá þessum
atburði, þá fellur mér þetta ekki úr minni, finnst eins og þetta
hafi skeð í gær.
HVER VAR Á SKÖRINNI?
I eitt sinn var það, að ég kom ofan frá Hól. Skarir voru út á
hyl, sem kallað var. Farið var að bvrja að skyggja og fjúkslitringur
á norðan. Ég var kominn yfir ána og búinn að kippa bátnum upp
á skörina. Sá ég þá mann standa hinummegin á skörinni. Ég ýtti
bátnum með sama á flot og reri yfirum. Þegar ég leit þar við, var
enginn maður sjáanlegur. Ég kippti bátnum þar upp á skörina, ýtti
honum dálítið austur á ísinn og fór að kalla, en engan mann var
að sjá, annars þurfti þess ekki, sporrækt var þarna á ísnum og
engin spor að sjá.
HEYJAÐ Á SAFARMÝRI
Það var löngum erfitt að afla heyja í Safarmýri, áður en hlaðið
var í Djúpós. Oft voru jökulhlaup í vatninu, meðan Þverá rann
þarna út um. í mýrinni var verið að tildra sátunum á manir og
grynningar, stundum var bundið á hlera, rakið jafnvel haft undir;
það var blautt hvort sem var. Ekki mátti stíga sátuna með venju-
legum hætti, látið duga að bera þar fyrir sig annan fótinn. Fólk,
Goðasteim?
33