Goðasteinn - 01.03.1972, Page 39

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 39
Við Guðjón bróðir lögðum af stað með Tyrfing, og allt fór vel með guðshjálp. Hér var um mannslíf að ræða, elzta dóttir Tyrf- ings lá fárveik heima. Um morguninn var komið með lækninn, og þá fannst okkur draslandi og þá var þó bjart. Helgi læknir hafði sagt, að hann hefði hvorki fyrr né síðar séð meiri tvísýnu á lífi sínu og lofað hátt og í hljóði að fara ekki oftar yfir þetta forað við slíkar að- stæður. Ég vissi, að honum leizt ekki á þetta, skarir út á hyl, alls staðar göt á ísnum og grængolandi dýpi undir. Við drógum bátinn með okkur, en árennilegt var það ekki, og þó hátíð hjá því urn nóttina í myrkri og ofsaveðri. Þá stóð glöggt með, að við bræð- urnir kæmumst lifandi til baka. Á meðan Þverá rann út í Hólsá með báðum Rangánum, var þar í sunnanrokum oft líkast og á sjó, öldur það stórar, að litlir bátar hökuðu varast. Þó báru bátarnir, scm ég smíðaði 6-8 mcnn, og pramma hafði ég til stórflutnings, sem bar 50 lömb. Um vetur ferjaði ég í ofsa-sunnanveðri þá Gunnar frá Skipagerði og Guð- mund frá Glæsistöðum í Landeyjum. Guðmundur sagði inni í eldhúsi hjá okkur, að það væri engin fyrirsjón að ferja yfir Hólsá við þær aðstæður, og það var orð að sönnu. Ég varð að snúa bátnum hvað eftir annað undan öldunni til að verjast áföllum. Það var um haust að kvöldi í dimmu og ofsaveðri af suðri, að ég ferjaði Bakkbæinga yfir Hólsá. Þegar ég hélt mig kominn til baka og búinn að ganga frá bátnum, þá kannaðist ég ekki við bakkann, þó dimmt væri. Annað vatn var framundan, og ég komst að raun um, að mig hafði borið af leið í ofsanum. Ég var staddur þar, sem heitir Utgarðshólmi og með öllu var ófært sunnan við hann fyrir Iíkt og stórsjó. Þá var Þverá í veldi sínu og líkust sjó af ölduróti. Mér er það minnisstætt, að í tvö skipti um vetur kom ég heim í 14 og 15 stiga frosti á Celsius mæli og var þá mittisvotur. Bátur- inn festist þá svo í krapi, áður cn ég næði landi, að ekki var um annað að ræða en fara út í vatnið. Fötin stokkfrusu utan á mér, og átti ég þá fullt i fangi með að komast heim. Búið var að taka ferjubátinn frá mér og ferjumennska mín var á enda. Þá ferjaði ég tvær konur á aflóga lekahripi austur yfir Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.