Goðasteinn - 01.03.1972, Side 41

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 41
þegar að ís var að koma á innvötnin, sem kölluð voru, og þau að stíflast og fóru að flæða yfir. Ég man það stundum, þegar við fórum í skólann, að fvrir kom, að vatnið var í kvið á hcsti og vel það á milli Háarima og Rimakots og Norður-Nýja- bæjar og rann yfir garða, sem voru kallaðir göngugarðar. Það kom oft fyrir, að það varð að bjarga skcpnum úr flæði á veturna. Eftir því man cg frá nýársdegi 1924, að faðir minn átti 42 sauði í vestasta kofanum inn hjá borgum. Þá var búið að hlaða í Djúpós. Þennan dag var vatnið í kvið á hesti frá ánni og vestur að kofanum, sem stóð á smáhól, og þar héldu sauðirnir sig, því þar var þurrt. Svo rákum við þá heim að bæ, og þar voru þeir um tíma. í þessari ferð greip ég 10 punda silung, sem var að synda í krapi á hábakkanum sunnan við efri borgirnar. Vatnið var þar í hné á manni og hörku straumur. Það var búið að hlaða varnar- garð á hábakkana suður frá, og þar fóru sauðirnir. Silunginn gaf ég fátækri ckkju. Það mun hafa verið i sama skiptið, sem vatnsflóðið náði austur á Unhólstún. Á norðurtúninu náði flóðið á móts við hólinn. Seinustu árin, áður cn hlaðið var í Djúpós og Valalæk, mátti ganga þurrum fótum yfir Hólsá og það gerði ég og aðrir. Þá sótti fénaöur okkar austur á Hólsbakka. Um 1945 eða þar um var mikið flæði um vetur. Það var með öllu ófært nema á hesti og það með ánni og þó harðsótt. Þá var ekki búið að ýta upp varnargarði meðfram ánni, inn frá. Daginn sem flóðið var mest, fór ég af rælni á hesti og komst inn að Djúpós. Á einum stað var vatnið í taglmark á hesti. Á tveimur stöðum sá ég ekki, hvar áin var. Framan við sjálfa hleðsluna var vatnið á miðja síðu á hestinum, en þar var lægra. Jón frá Vatnskoti fór seinna um daginn og sneri aftur. Þá var þó farið að lækka í. Það voru sléttir bakkar suður frá og götur í þeim, og var tignarleg sjón að sjá vatnið þeysast á geysihraða yfir þá. Það var eftir páska 1914 eða þar um, að við fórum á tveimur bátum í veiði inn að Oddaeyrum í ánni. Með mér voru Eyjólfur Eyjólfsson frá Tobbakoti, Sigurður Gíslason frá Húnakoti og fað- Godasteinn 39

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.