Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 43

Goðasteinn - 01.03.1972, Síða 43
með fallhamri, tvær til þrjár stauraraðir, þar sem síðast var í tcppt, og veitti ekki af. Þverslár voru á trjánum og plankar þar yfir eftir endilöngu. Það var sóttur skógviður alla leið upp í Hraunteig og hann hafður utan um dröngla, sem að innan voru gerðir af sandpok- um og sniddu. Þetta var spennt saman og vírbundið, og vann ég oft að því. Þetta var útbúið í nokkurskonar mótum og síðan velt úr þeim. Drönglarnir voru bornir af 6-8 mönnum út í bát og látnir liggja ofan á þóftunum, síðan velt fyrir borð straummegin, og fær maður merkti staðinn. Þessir drönglar hafa vigtað 6-8 hundruð pund. Það var ekki hættulaust verk að eiga við þá og snarræði þurfti til að koma þeim fyrir. Við þetta verk voru aðal- mcnn Gestur frá Mel, Halldór frá Sauðholti, Ólafur frá Lind- arbæ og Pálmar frá Unhól. Ekki tók langan tíma að koma drögl- unum fyrir í hvert sinn. Fallhamrinum var komið fyrir á stórum fleka með tunnum fyrir flotholt og öflugu tré, sem stóð þar upp eins og mastur. Á því voru sliskjur, sem járnstykkið lék á. Það var híft upp í spili, sem var á flekanum, og látið falla á stauraendana, sem stóðu upp með flekanum eða trénu. Fallhamarinn vigtaði 400 pund eða meira. Fallhamarsstjóri var að mig minnir Ólafur frá Hávarðarkoti eða Björn frá Parti. Svo voru við þetta þeir Friðrik frá Miðkoti, Ólafur frá Hábæ, Hafliði frá Búð, Sigurður frá Bala (síðar kaupmaður), og Ólafur frá Húnakoti. Ekki gat það talizt hættulaust að vinna við þetta í beljandi straumi og hyldýpi. Mikill var nú fyrirgangurinn síðast, það brakaði, hvein og söng í öllu og stillansinn að kengbogna undan straumþunganum. Mátti eins búast við því, að allt rúllaði niður í straumkastið. Ég man það, að ég og Guðjón frá Tobbakoti vorum beðnir að fara út á þetta og bæta við plönkum og saum, og við negldum svikalaust. Ekki vorum við hræddir, maður varð forhertur, það var annað- hvort að duga eða drepast, og hafa víst allir haft það sama í huga. Þar voru hraustir menn að verki, bæði Þykkbæingar og aðrir, sem unnu þar að, allir úrvals menn, sem sýndu frábæran dugnað. Verkfræðingurinn gaf frá sér alla von, en Sigurður Ólafs- son í Hábæ, verkstjórinn, tók að sér öll ráð, og því hafðist það Goðasteinn 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.