Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 44
með guðs og manna hjálp að bjarga Þvkkvabænum frá eyði-
leggingu.
Djúpós þagnaði á að gizka kl. 5-7 síðdcgis og fyrsti maður,
sem kom á hesti og fór þarna yfir, var Jón Sigurðsson frá Hrauk,
síðar í Bjóluhjáleigu. Hann var á jarpskjóttum hesti frá Hrauk.
Og þá var nú tekið ofan og húrrað fyrir honum og hláturinn
glumdi við, og það ekki hvað sízt frá þeim, sem á hestinum sat,
cn óþjáll var vcgurinn í síðasta skarðinu; við urðum að hækka
hann þar upp þetta kvöld.
Verkfræðingurinn, Jón ísleifsson, hafði minnzt á það seinna
uppi á Ægisíðu, að þetta hefðu ekki aðrir unnið en Þykkbæingar,
hann hefði haldið, að Eyrbekkingar væru duglegustu menn lands-
ins, en nú væri hann búinn að sjá, að Þvkkbæingar ynnu miklu
meir.
Nú eru mcnnirnir, sem björguðu Þykkvabænum, óðum að falla
í valinn.
Pálmar Jónsson bóndi og skipasmiður í Unhól í Þykkvabæ lézt 1971.
Haustið 1970 sótti ég til hans áraskipið Farsæl, síðasta útróðraskip Þykk-
bæinga og smíðað af honum. Margir muna myndina af því, þegar Farsæl
var að hvolfa í landtöku í síðasta róðri. Nú hvolfir Farsæll í nausti hér i
Skógum, og vonandi auðnast mér og þeim scm eftir mig koma, að forða
honum frá cyðingu. Pálmar í Unhól lét mér í té til frjálsrar ráðstöfunar þær
fróðlciksgreinar, sem hér sjá dagsins Ijós.
Þ. T.
42
Godastein’i