Goðasteinn - 01.03.1972, Page 48

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 48
Jón hafði misst sjón á hægra auga og var farin að daprast sjón á hinu síðast. Hann gaf aldrei orð í samræður annara, sem fyrr segir, cn cg held hann hafi hlustað því betur. Ef gest bar að garði, tók hann vel eftir því, sem hann sagði, og ef honum fannst það eitthvað grobbkennt, var hann vís til að standa á fætur, þegar gcsturinn var farinn, og ræða við föður minn eða móður um eitthvað, sem hann hafði sagt, og hafði þá til að vcra neyðarlegur í svörum. Stundum kastaði hann þá fram vísu en fékkst aldrei til að fara nema cinu sinni með hana. Aldrei talaði hann misjafnt um aðra en hafði til að spaugast að þvx, sem honum fannst auvirðilegt. Aðeins einu sinni sá ég honum mislíka öll þessi ár og var þá mjög þungyrtur við þann, sem hann átti í höggi við. Oft var Jón að raula við vinnu sína enda kunni hann mikið og minnið var gott. Passíusálmana kunni hann alla og auk þeirra allar Svoldarrímur og Olfarsrímur og mikið úr Andrarímum en taldi sig vera búinn að gleyma að skipta þeim. Sú sögn er enn um minni Jóns, að þegar hann fór til kirkju, sem oft var, því hann var mjög kirkjurækinn, að hann hafi lesið upp úr sér þá kafla úr ræðu prestsins, sem honum fannst mestu skipta, og sýnir það, að hann hefur hlustað vel og minnið öruggt. Söngrödd hefir Jón haft góða á yngri árum og var hann mjög glöggur á að rétt væri farið með öli lög, bæði gömul og ný. Einu sinni man ég, að Jón fór til kirkju og allir aðrir af heimilinu nema ég og móðir mín, sem var lasin. Þetta var, þegar sr. Ölafur Ólafs- son síðar fríkirkjuprestur kvaddi Skarðskirkju, sem hann hafði þjónað hálft áttunda ár. Jón kom fyrstur heim af fólkinu, settist á móti móður minni og fór að lesa fyrir hana úr ræðu prestsins og var mikið hrifinn. Hann greindi, hvað sr. Ólafur hefði skírt og fermt mörg börn, gift mörg hjón og jarðsungið marga, meðan hann þjónaði Landprestakalli. Síðan hefi ég ekki rengt það, að Jón hafi munað, - í það minnsta kafla úr ræðum sem hann hlust- aði á. Mér hefir verið þetta minnisstætt síðan, þótt ég hefði eigi mikinn áhuga á ræðum á þeim árum. Jón var yfir höfuð mikið talfár nema hvað hann hafði til að spaugast um það, sem var grobbkennt, sb. vísu hans: „Segja mundi sér og hver, sem að um það kveður“ o. s. frv. Ekki þýddi 46 Goðasteiwi

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.