Goðasteinn - 01.03.1972, Page 50

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 50
gerðir. Þessa skó geymdi Jón í pappakassa hjá sparifötunum sínum og bað um, að þeir yrðu látnir í kistuna með sér önduðum og var svo gert. Einhverju sinni var Jón að ræða raunir sínar við móður mína og sagðist hafa verið svo hryggur, þegar Sigríður var grafin, að þeir, sem stóðu yfir gröfinni með honum, héldu, að hann myndi detta ofan í hana. Einhver nærstaddur fór til hans og studdi hann. Við bræður vorum nærstaddir og sögðum af barnaskap okkar: ,,Þú hcfir séð svona mikið eftir henni.“ Jón svaraði: ,,Já, ég þóttist vita, að öll mín lífshamingja færi með henni í gröfina enda varð sú raunin.“ Gísli Jónsson bjó í Skarðseli eftir Jón. Hann fiuttist frá Stóru- völlum í Bárðardal að Haga í Gnúpverjahreppi rneð Ásmundi Jónssyni. Gísli var að sögn bráðvel gefinn og skáldmæltur. Hann mun hafa dvalið eitt ár í Skarðscli, áður en hann tók við jörðinni. Hann bjó eitt ár í Skarðscli. Jón Hreiðarsson mun þá hafa verið húsmaður hjá honum. Þetta ár komust á gang bændavísur, sem cignaðar voru Gísla og Jóni. Ég ætla, að flestir eða allir bændur í Skarðssókn hafi fengið þar vísu, og er eitthvert hrafl enn til úr þeim, annaðhvort á blöðum eða í minni manna. Vísan um Gísla mun ort af Jóni Hreiðarssyni: Gísli tryggur vini við, valinn yggur stála, gætinn, hygginn góðmennið gjörir byggja Skarðselið. Jón fór frá Skarðseli að Hvammi til Gunnars Árnasonar, sem þar bjó lengi (í norðurbæ), og dvaldi Jón hjá honum þar til hann fór að Skarði, sem fyrr getur, til Jóns bróður Gunnars. Að Skarð- seli fór eftir Gísla Erlendur Bjarnason og Katrín Þórðardóttir frá Löngumýri á Skeiðum. Erlendur í Skarðseli reri út, sem kallað var, á vetrarvertíðum, meðan hann bjó í Seli, svo sem flestir bændur gerðu þá. Katrín sá um heimilið á meðan. Kom þá stundum fyrir, að Jón Hreiðars- son brá sér á fornar stöðvar og heimsótti Katrínu. Hafði hún minnzt þess löngu síðar, hve henni hefði þótt Jón kærkominn gestur. Katrín var mjög vel greind, glaðsinna og fróðleiksfús og 48 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.