Goðasteinn - 01.03.1972, Blaðsíða 53
Árnakundinn ég veit Jón
jafnan lund í glaðan,
lipur stundar söngva són
og söðla hundum ríða um frón.
Lízt mér téður laufagrér,
líka um kveð, að man ég þér,
þá koddan léðir mjúkan mér,
af mildu geði þakka ber.
Árið 1892 eignuðust foreldrar mínir sveinbarn, sem hlaut nafnið
Matthías. Barnið var talið efnilegt svo af bar. Þegar Matthías
fór að ganga með, sem kallað var, var hans fyrsta ganga að hnjám
Jóns Hreiðarssonar og fékk þar góðar viðtökur að eigi gleymdust
meðan báðir lifðu. Segin saga var, að Matthías litli fór jafnan til
Jóns Hreiðarssonar, er búið var að klæða hann að morgni, eins
og til að sækja þangað andlegan dagsforða og ekki án árangurs.
Hann var altalandi rúmlega þriggja ára og kunni þá bæði vers
og vísur og var talið, að hann hefði þá þroska sem fjögra ára
barn. Nú leið tíminn og í ágúst 1894 lagðist móðir okkar bana-
leguna, þá búin að vera heilsuveil á annað ár. Skömmu síðar fór
Jón Hreiðarsson að Hellum, en siðast í september veiktist Matthías
að sögn læknis af heilabólgu, og 4. október andaðist hann kl. 4
að morgni.
Skömmu eftir fótaferð kom Jón Hreiðarsson dapur mjög, flettir
ofan af ásjónu drengsins, las eitthvað í hljóði og grét mikið.
Síðan fer hann með tvö erindi eða vísur það hátt, að ég heyrði
þær vel, því ég var einn inni hjá móður minni þá stundina. Þær
eru á þessa leið:
Er mín heitust ósk og þrá
að lífsdegi horfnum,
að liðinn megi líka ef má
liggja í gröf þér næstur hjá.
Goðastebm
51