Goðasteinn - 01.03.1972, Page 56

Goðasteinn - 01.03.1972, Page 56
ára aldur. Varla gera þar aðrir betur. Það væri þá helzt hún Halldóra mín Bjarnadóttir, sem skrifar mér nú, 98 ára að aldri, bréf í anda og fjöri fyrri ára. Rík er sú þjóð, sem á slíkar dætur. Þ. T. BRÉFIÐ Það var eitt jóladagskvöld, ég mun hafa verið um 12 ára aldur, að faðir minn biður mig að koma með sér upp í Stekkatún að hýsa féð, það sé lagzt við húsin. Þegar þangað kemur, vantar 8 kindur. Ég fór upp fjárgötu, sem lá skáhallt eftir brattri brekku, upp á Hellraklett. Það var hjarn yfir allt og víða hálka. Þegar ég er komin upp undir brúnina, skrikar mér fótur og ég renn niður alla brekku. Það var orsök til, að ég hefði meitt mig, því stein- nibbur stóðu upp úr hjarninu, sem ég rann eftir. Ég kom ómeidd niður, Guð var mér þar nærri eins og oftar. Ég tók svo aðra leið upp í Hlíðina og fann kindurnar, sem voru lagstar á flötinn fyrir neðan Smyrlabjargafoss, þar sem nú er stöðvarhús með mörgum ljósum. Þegar ég kom fram á Hellra- klett, gaf ég hljóð frá mér til að láta föður minn vita, að ég væri að koma. Þetta jólakvöld var ég mikið sæl og ánægð með sjálfri mér að finna ærnar og koma heim ómeidd frá brekkunni. Ég held ég megi segja, að nútíma æska sé ekki sælli, þó hún sé búin að skemmta sér alla jóladaga við dans og hljóðfæraslátt og ýmsar nautnir, öldrykk, sígarettur o. s. frv. og ekkert til sparað meðan eitthvað er til í veskinu, koma heim frá öllu þessu sem aðeins gestur og bíða eftir næstu skemmtun. Víða mun þessu þannig farið í borgum og kaupstöðum. Nú eru jólin 1971 fyrir skömmu liðin með öllum sínum til- breytingum, sem til þess eru ætlaðar að gleðja allt og alla til þroska í andlegum skilningi, og margt er þar vel á vegi en líka margt á ferð, sem ekki tilheyrir jólaboðskapnum. Jólablöðin færa manni margvíslegar sorgarfréttir um það, sem skeð hefur á helg- um jólum. Ölvun um of er þar víða í kjölfari og af henni leiðir slysfarir og dauða og mörg mein. Á jólum var hér éljaveður. Presturinn boðaði til messu kl. 5. 54 Goðasteian

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.