Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 57

Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 57
Þorvaldur sonarsonur minn kom inn til mín og segir: „Amma! Ef þig langar að fara til kirkju, get ég farið með þig.“ Ég svaraði: ,,Ég held ég treysti mér ekki í þessu veðri.“ Þá kemur Sigurgeir bróðir hans, sem var hér í dvöl um jólin, og segir við mig: „Amma! Þér er óhætt að fara, við styðjum þig í bílinn." Það verður úr, að ég fer, og ferðin gengur vel, þó vont væri veðrið. Mínir góðu drengir leiddu mig á milli sín inn í kirkjuna, þar sem við áttum kyrrláta helgistund. Ótrúlega margt fólk var í Staðar- kirkju, þrátt fyrir veðrið. Við komum heim fyrir kvöldmat og fengum betra veður heim. Mér hefur alltaf fundizt ég sækja eitthvað gott í kirkjuna, þar átti ég hátíðastund á þessum jólum, og það átti ég að þakka ungu mönnunum, sem studdu mig þangað. Ekki þarf ég að kvarta undan æskunni. Um 30 ára skeið hafa börn úr Reykjavík dvalið hér á hverju sumri, hin indælustu börn, sem ekki hafa sýnt af sér nema allt gott. Eitt sumar og kannski oftar voru undir það 30 aðkomubörn í sveitinni hér, og heyrði ég ekki kvartað undan neinu þeirra. Ég vík aftur að kirkjunni, sem er víða illa sótt af ungu fólki, en það eldra er lítið betra. Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni, sem var kominn hátt á fertugs aldur. Hann sagðist ekki hafa kom- ið í kirkju síðan hann fermdist. Ég þekkti svolítið til þessa manns af afspurn, hann lét sig ekki vanta á skemmtistöðum, vanrækti heimili sitt og börn, og þar endaði sagan með skilnaði. Ég veit ekki, hvort veikara kynið, sem kallað er, er nokkuð betra á stundum. Dæmi munu til um stúlkur, sem áttu óspillta æsku og fóru út í hinn menntaða heim til að forframa sig, en freistingar og fall urðu á vegi. Ég fer í kirkju til að hlusta á prestinn, hann velur texta sinn úr Ritningunni, sem á erindi til okkar allra. Sá prestur, sem er hinn hugljúfasti maður í allri framgöngu við söfnuð sinn og á góða samleið með ungum og gömlum og öllum fellur vel í geð, hlýtur að þjóna köllun sinni með kristilegu hugarfari, hvernig sem annars er álitið og misskilið. Víða er fámennt í kirkjunni og léleg kirkju- sókn. Ég held, að ýmislegt hindri það annað en prestur sé ekki hæfur starfi sínu, þó það geti verið eitthvað mismunandi. Godasteinn 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.