Goðasteinn - 01.03.1972, Side 61

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 61
nefnd þúsunddyggðajurt, og á þeirri jurt var nafnið skiljanlegra, því hún var stundum soðin í mjólk, sem við það varð sæt. Þessi jurt er nú kölluð ljósberi. Mér þótti því mikill fengur að sjá í Goðasteini vísurnar hans Eymundur í Dilksnesi um þúsunddyggðagrösin, sem frú Guðrún Snjólfsdóttir kom á framfæri. Þau, þ. e. ljósberi, vaxa enn á sama stað og þegar Eymundur var barn í Kotinu, en klettafrú er þar lítið eða ekki. Á þessari öld mun ljósberinn ekki hafa verið notaður til mann- eldis, ncma hvað börn hafa stungið upp í sig einu og einu blómi til að njóta bragðsins. Hvort klettafrúin hefur verið nefnd þúsunddvggðajurt einhvers- staðar í Skaftafellssýslum, vil ég ekki segja neitt um, en hér í Oræfum þykist ég með gildum rökum geta fullyrt, að það hafi verið ljósbcrinn, sem gekk undir því nafni. Kvískerjum annan í jólum 1971. Sigurður Björnsson. Ath. ritstj.: Goðasteinn stendur í þakkarskuld við frú Guðrúnu Snjólfsdóttur og Sigurð Björnsson á Kvískerjum fyrir framlag þeirra varðandi þúsunddyggða- jurt. Leysir það hnút í fræðum, og þarf enginn að velkjast í vafa um, að eitt er klettafrú og annað þúsunddyggðajurt í máli Skaftfellinga, og tillit ber að taka til þess í framtíðarbókum um íslenzkar jurtir. Goðasteinn 59

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.