Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 62

Goðasteinn - 01.03.1972, Qupperneq 62
Oddur Oddsson, Heiði: Glettur FaðÍL' minn, Oddutr Pétursson á Heiði, og Einar Jónsson alþing- ismaður á Geldingalæk voru lengi nágrannar og mestu vinir. Báðir voru þeir glaðlyndir og gamansamir og áttu smáglettur hvor við annan í atvikum og hnyttilcgum tilsvörum. Ég ætla að hripa hér upp fát't eitt af þv’í, cr þeim fór á milli og ég man enn glöggt, máske mér einum til gamans. Það var citt sinn á þorra, að Einar sást koma heim túnið á Heiði í norðan skafbyl og miklu frosti. Oddur fór brátt til dyra að táka á móti Einari og segir við mig og Böðvar heitinn upp- eldisbróðir minn og lætur leggjá í eyrun á Einari: „Blessaðir dreng- ir, teymið þið nú hestinn hans Einars í varpann, þar sem hann er beztur, fyrst hann var svo vænn að koma núna í þessu veðri.“ Þá var það um vor, að allir á Heiði voru inni að drekka kaffi. Sást Einar þá koma gangandi heim túnið. Oddur tekur bolla, fyllir af kaffi og fer á móti Einari út á kálfgarðsvegg, er var fram- undan bænum. Þar býður hann Einari kaffið og segist ætla að stytta honum ofurlítið gönguna. Einar tók á móti kaffinu með þökk og drakk, cn árciðanlega fékk hann líka svikalausan sopa í bænum. I þriðja sinn sást Einar koma gangandi heim túnið. Fer Oddur þá fram, lokar bæjardyrahurðinni og stendur við hana að innan. Heimamenn, sem inni voru, opnuðu þá baðstofugluggann og létu Einar koma þar inn. Vissi Oddur ekki fyrr til, en hann kom hon- um að óvörum fram bæjardyrnar og bauðst til að hjálpa honum til að opna. Einar var staddur á Heiði, og var verið að búa honum kaffi frammi við. Búið var að baka pönnukökur, sem átti að bera með kaffinu. Fer Oddur nú fram, tekur nál og enda og þræðir allar pönnukökurnar saman svo ekki ber á. Þegar Einar fer svo að drekka og ætlar að fá sér pönnuköku, þá fylgjast þær allar að. Oddur var nærstaddur og sagði glettnislega: ,,Það er nú ekki siður, Einar minn, þó eitthvað sé borið með kaffi, að gesturinn taki það allt til sín.“ 60 Goðasieinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.