Goðasteinn - 01.03.1972, Side 63

Goðasteinn - 01.03.1972, Side 63
Gunnar wlagnússon frd Reynisdal: Sigið í Grafarhöfuð í Reynisfjalli í Mýrdal var stunduð fýlungatekja allt frá því, er fugl sá, sem fýll heitir, tók þar heima að nokkru ráði, en það mun hafa verið á síðari hluta 18. aldar, að því er sagnir herma. Landeigendur að Rcynisfjalli voru Reynishverfingar að vestan- verðu og sunnan, allt að Þórshafnarklakki, en hann er sunnan- undir fjallinu og gengur í sjó fram. Þaðan og norður eftir áttu Víkurbændur fjallið upp að austurbrún, en Reynishverfingar áttu fjallið uppi. Alla fýlabyggð nytjuðu Reynishverfingar sjálfir í sínu landi, en Víkurbændur leigðu sinn hluta, sem var Grafarhöfuðin og Ot- fjallið. Ýmsir bændur höfðu Grafarhöfuðin á leigu frá því, er ég man eftir. Var leigan goldin í gemlingafóðrum til Víkurbænda, átta lambsfóður fyrir fýlungatekjuna. Var það föst regla, að á hausti hverju var rekinn allstór hópur gemlinga um sveitina frá Víkurbændum. Fóru gemlingarnir allir í fóður hjá bændum upp í landskuldir, fýlungatekju, slægjugjöld á Reynisholtsengjum og fleira, sem þar kom tii. Goðasteinn 61

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.